Gallabuxnastærðir misjafnar eftir framleiðanda

Allar þessar buxur eru í stærð 12.
Allar þessar buxur eru í stærð 12. skjáskot/Facebook

Hin breska Nicole birti á dögunum myndband þar sem hún sýnir að fatastærðir eru gríðarlega mismunandi eftir því frá hvaða framleiðanda fötin koma. Hún sýndi þrennar gallabuxur sem allar voru í stærð 12. 

Gallabuxurnar voru frá Topshop, Pull&Bear og New Look. Þrátt fyrir að allar þeirra ættu að vera í stærð 12 var gríðarlega mikill munur á mittismáli buxnanna. Á mynd þar sem hún leggur allar buxurnar saman sést að New Look-gallabuxurnar eru áberandi stærstar og Pull&Bear-buxurnar minnstar. Það skal tekið fram að allar buxurnar eru í sama sniði, svokölluðu „skinny“-sniði.

Hún segir það vera fáránlegt að konur geti ekki labbað inn í hvaða búð sem er og valið sér buxur í þeirri stærð sem þær eru vanar að nota. Það geti haft slæm áhrif á sjálfsmynd að komast ekki í sömu stærð og vanalega. 

„Þetta gerir búðarferð klárlega meira pirrandi. Stærðin skilgreinir þig ekki, en hún hefur 100% áhrif á andlegu hliðina. Þú ættir að geta farið og valið buxur í þinni stærð í hvaða búð sem er og sniðið er það eina sem ætti að hafa áhrif á hvaða buxur þú velur. Ekki sú staðreynd að þú notar fimm mismunandi stærðir í sömu verslunargötu,“ sagði Burton og bætti við að netverslanir væru enn einn höfuðverkur.

Buxurnar pössuðu ekki allar eins þrátt fyrir að vera í …
Buxurnar pössuðu ekki allar eins þrátt fyrir að vera í sama sniði og sömu stærð. skjáskot/YouTube
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál