43 ára og þráir að losna við fílapenslana

Ljósmynd/Unsplash

Arna Björk Kristinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá 43 ára konu sem finnst hún vera með allt of mikið af fílapenslum. 

Sæl Arna Björk! 

Ég er 43 ára og hef hugsað vel um húðina mína. Það sem mér hefur þótt erfiðast að losna við eru fílapenslar.
Eru einhver einföld ráð gegn þeim?

Kærar þakkir, 

HJB

Arna Björk Kristinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda.
Arna Björk Kristinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda.

Sæl. 

Þessir svörtu fílapenslar eru í rauninni dauðar húðfrumur sem safnast í op fitukirtlanna. Þegar þessar dauðu húðfrumur komast í snertingu við súrefni oxast þær og verða svartar að lit. Þetta er sú gerð sem við þekkjum oftast sem þessa venjulegu fílapensla. Einnig eru til svokallaðir lokaðir fílapenslar, sem kallast á ensku „white heads“. Þeir eru hvítir að lit og eru alveg lokaðir, og því getur verið erfiðara að eiga við þá. 

Til að losa um fílapenslana er best að þrífa húðina kvölds og morgna með mildum hreinsi. Óhreinindi, olía, sviti og fleira getur stíflað kirtlana og ýtt undir myndun fílapensla. 

Vörur sem innihalda salicylsýru (BHA-sýra) hjálpa til við að fjarlægja dauðar húðfrumur og húðfitu. Salicylsýran getur líka dregið úr bólgum og roða í húðinni. Einnig eru vörur sem innihalda glycolicsýru og aðrar ávaxtasýrur (AHA/PHA-sýrur) góðar þar sem þær vinna á efsta húðlaginu og hjálpa til við að hreinsa húðina. Krem sem innihalda retínóíða eru einnig góð á fílapensla. Retínóíðakremin hafa til viðbótar marg­vís­leg önnur góð áhrif á húðina, m.a. draga þau úr fitu­mynd­un og minnka áber­andi svita­hol­ur eða fitukirtla. Að auki örva retinóíðar kolla­gen-ný­mynd­un í húð og vinna þar af leiðandi á fínum línum og hrukkum í húðinni. 

Auk ofangreindra ráða er hægt að fara í ýmsar húðmeðferðir til að vinna bug á fílapenslunum, til dæmis ávaxtasýrumeðferðir (medical peels), húðslípun og fleira. 

Það er mismunandi eftir húðgerð hvaða meðferð hentar hverjum og einum best og því er alltaf sniðugt að ráðfæra sig við húðlækni áður en hafist er handa. 

Gangi þér vel! 

Kær kveðja, 

Arna Björk Kristinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Örnu Björk spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál