Met Gala frestað um óákveðinn tíma

Anna Wintour á Met Gala í fyrra.
Anna Wintour á Met Gala í fyrra. AFP

Anna Wintour, ritstjóri Vogue, greindi frá því í pistli í Vogue í gær að búið væri að fresta Met Gala um óákveðinn tíma. 

Metropolitan-listasafnið í New York-borg, þar sem galakvöldið er haldið árlega, hefur lokað dyrum sínum til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Met Gala átti að fara fram 4. maí næstkomandi og því verður ekkert úr því.

Met Gala er eitt flottasta galakvöld sem haldið er í tískuheiminum og er að mati margra hápunktur ársins hvað varðar kjóla á rauða dreglinum. Wintour lofar þó að þema kvöldsins, About Time, verði gerð skil í Vouge í maí.

Í pistli sínum segir Wintour að útbreiðsla kórónuveirunnar hafi haft áhrif á sitt daglega líf. Hún gagnrýnir einnig aðgerðir stjórnvalda í Bandaríkjunum og hjólar harkalega í Trump. 

„Í gegnum þetta allt er ein staðreynd sem breytist ekki: Trump forseti. Mér eins og svo mörgum blöskrar yfir viðbrögðum hans við þessum heimsfaraldri, þessum jákvæðu órökstuddu staðhæfingum hans um að allt verði í góðu lagi, kaótískum ákvörðunum um ferðabann, staðhæfingum um „erlenda veiru“, hvernig hann hefur kennt öðrum um á sama tíma og hann dáist að sjálfum sér, óheiðarleikanum við bandarísku þjóðina og það versta af öllu: ótrúlegu samúðarleysi í garð þeirra sem verst koma út úr þessu,“ skrifar Wintour í pistli sínum. 

Kardashian-Jenner fjölskyldan á Met Gala í fyrra.
Kardashian-Jenner fjölskyldan á Met Gala í fyrra. AFP

Wintour segist styðja Joe Biden frambjóðanda til forvals demókrata í forsetakosningunum. Hún segist hlakka til að kjósa Biden í komandi kosningum í nóvember og hrósar ákvörðun hans um að velja konu í varaforsetaembættið. 

Biden hefur þó ekki enn unnið forval demókrata en þykir líklegur til að sigra í kosningunum innan flokksins. Hann, og mótframbjóðandi hans Bernie Sanders, hafa báðir gefið það út að vinni þeir kosningarnar muni þeir velja konu sem varaforsetaefni.

Cardi B í eftirminnilegum kjól í fyrra.
Cardi B í eftirminnilegum kjól í fyrra. AFP
Blake Lively eins og prinsessa á Met Gala árið 2018.
Blake Lively eins og prinsessa á Met Gala árið 2018. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál