Málarinn málar ekkert sérstaklega gott málverk með fingrunum

Hér er Sigrún að farða Kristínu Pétursdóttur.
Hér er Sigrún að farða Kristínu Pétursdóttur.

Sigrún Sigurðardóttir, Senior Event Artist hjá MAC, fékk mikinn innblástur af tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Hún segir að mattur farði sé það heitasta í dag.

„Mattur farði er að koma mikið aftur, frísklegir kinnalitir og mjúkir varalitir þar sem varalínan fær að vera aðeins óskýr,“ segir Sigrún þegar hún er spurð hvað endurspegli tískustraumana akkúrat núna. Studio fix Fluid-farðinn er til í 67 litum og því ætti hver og einn að geta fundið lit við hæfi.

Sigrún er nýkomin heim frá Kaupmannahöfn þar sem hún farðaði fyrir MAC fyrir tískusýningar nokkurra hönnuða. Hún segir að flestir sækist eftir því sama þessa dagana og nefnir að húðvinnan sé keimlík.

„Ljómandi húð hefur verið áberandi seinustu ár en greinilegt er að stefnan er aftur að fara yfir í aðeins mattari áferð, sem er á sama tíma náttúruleg,“ segir hún.

Studio fix Fluid-farðinn frá MAC kemur í 67 litum.
Studio fix Fluid-farðinn frá MAC kemur í 67 litum.

Hvað er best að gera til að ná þeirri áferð fram?

„Byrja á góðum grunni, farði á húðinni verður aldrei fullkominn ef grunnvinnan er ekki góð, svo krem sem hentar þinni húðtegund, sem er lykilatriði svo farðinn komi vel út. Því næst mæli ég með möttum farða, Studio Fix Fluid-farðinn okkar er fullkominn þar sem hann er mattur án þess að þurrka húðina og hentar því öllum húðgerðum. Einnig er hægt að leika sér með hann, sem margar farðategundir þola ekki, hægt er að blanda honum saman við dagkrem, olíu eða rakasprey, allt eftir því hversu mikla þekju maður vill þann daginn. Þannig að þú ert með farða sem þú getur breytt með þeim vörum sem þú átt heima og sleppur við að eiga einn spari og einn dagsdaglegan farða eins og margir gera.“

Geta allir fengið þetta útlit með réttum trixum?

„Algjörlega! Eins og ég segi, kremið sem þú blandar við Studio Fix-farðann gefur þér réttu útkomuna. Ef þú ert með þurra húð myndi ég mæla með Studio moisture cream sem er nærandi krem undir Studio fix-farðann. Fyrir olíukennda húð er betra að nota gelkenndari krem eins og Lightful C Moisture Cream sem gefur mikinn raka og hjálpar húðinni að stíflast ekki. Fyrir grófa húðgerð/opnar svitaholur er Timecheck Lotion mjög gott undir, rakamikið serum sem einnig sléttir úr sýnileika svitaholna. Þegar svo kemur að ásetningu farðans sjálfs er það mjög persónubundið hvað hverjum og einum finnst vera náttúruleg þekja og kemur þar til val á bursta. Málarinn málar ekkert sérstaklega gott málverk með fingrunum og má líkja því við þegar við förðum okkur. Burstar gefa alltaf miklu fallegri og jafnari áferð en fingur gera og ég myndi segja að þekjan á farðanum réði 50% hvernig áferðin verður og burstinn hinum 50%. Þéttari burstar gefa meiri þekju og burstar með hárum sem gefa meira eftir gefa léttari þekju. Minn uppáhalds fyrir meiri þekju er #125S; færð þekjuna en tekur samt engan tíma að setja á sig farðann. Fyrir léttari þekju myndi ég mæla með #159, minni bursti sem er meira „fluffy“ og með því að vinna í hringlaga hreyfingar gefur það léttari þekju,“ segir Sigrún.

Hvað mælir þú með að venjulegur leikmaður geri daglega?

„Það þarf ekki margar vörur til að fá fram þessa fallegu húð. Þetta er rútína sem ætti ekki að taka meira en fimm mínútur á morgnana.

* Krem fyrir þína húðgerð

* Mattur farði eins og Studio fix Fluid

* Bursti sem gefur áferðina sem þú vilt

* Sólarpúður/kinnalitur

* Fix + rakasprey sem lætur farðann endast betur og frískar upp á húðina, mest selda varan hjá okkur ár eftir ár.“

Góður bursti skiptir öllu máli.
Góður bursti skiptir öllu máli.
Studio moisture cream er nærandi.
Studio moisture cream er nærandi.
Lightful C Moisture Cream gefur mikinn raka.
Lightful C Moisture Cream gefur mikinn raka.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál