Endar þú með svona neglur í samkomubanni?

Hvernig neglur verður þú með eftir samkomubannið?
Hvernig neglur verður þú með eftir samkomubannið? Samsett mynd

Samkomubanninu fylgir að naglastofur eru lokaðar fram yfir páska hið minnsta. Fyrir þær sem eru vanar að fara í gervingelur á stofu getur það verið frekar erfiður tími. 

Nokkrar konur hafa nú þegar þurft að grípa til örþrifaráða og gert neglur á sjálfar sig. Útkoman hefur í fæstum tilvikum verið góð og sýnir og sannar ástæðu þess af hverju við borgum einhverjum öðrum fyrir að gera neglurnar okkar fínar. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi af heimanöglum sem hafa farið úrskeiðis. 

Þetta hefði getað gengið betur.
Þetta hefði getað gengið betur. skjáskot/Twitter
Þessar heimagerðu neglur eru heldur groddalegar.
Þessar heimagerðu neglur eru heldur groddalegar. skjáskot/Twitter
Svona gæti þetta farið hjá þeim sem ekki leggja í …
Svona gæti þetta farið hjá þeim sem ekki leggja í að gera neglurnar heima. skjáskot/Twitter
mbl.is