Stjörnurnar eru ómálaðar í sóttkví

Katy Perry er ekki alltaf stífmáluð.
Katy Perry er ekki alltaf stífmáluð. Skjáskot/Instagram

Fólk sem heldur sig heima alla daga er lítið að setja upp andlitið. Þetta á einnig við um stjörnurnar sem mæta vanalega óaðfinnanlegar á rauða dregilinn. Enginn rauði dregill, engar formlegar myndatökur, enginn farði. Nokkrar stjörnur hafa birt myndir af sér í heimagallanum án farða eftir að kórónuveirufaraldurinn varð alvarlegri. 

Söngkona Katy Perry er ein þeirra stjarna sem hefur lokað sig af og er lítið fyrir að mála sig. Hún sýndi aðdáendum sínum muninn á sér með skemmtilegum myndum á Instagram. Fyrri myndin af henni í hvítum og rauðum blómakjól er fyrir sóttkví en seinni myndin þar sem hún er ómáluð á baðslopp í miðri sóttkví. 


Ofurfyrirsætan Bella Hadidi skellti sér í sólbað í lok mars og var ekkert að hafa fyrir því að setja upp andlitið áður en hún birti mynd af sér á samfélagsmiðlum. 

View this post on Instagram

Lucky 🍀 to get some Vitamin D☀️🌼

A post shared by Bella 🦋 (@bellahadid) on Mar 29, 2020 at 6:16pm PDT

Leikkonan Amanda Seyfried var án farða þegar hún hvatti fólk til þess að vera heima. 

View this post on Instagram

#istayhomefor

A post shared by Amanda Seyfried💛 (@mingey) on Mar 22, 2020 at 3:44pm PDT

Leikkonan Busy Philipps hefur birt töluvert af myndum af sér án farða undanfarnar vikur. 

View this post on Instagram

Doing my best, guys. It’s all we can do.

A post shared by Busy Philipps (@busyphilipps) on Mar 21, 2020 at 12:07am PDT

Leikkonan Eva Mendes sagði aðdáendum sínum að hún væri heima hjá sér til að koma í veg fyrir smit. Hún birti mynd af sér án farða en myndina tók önnur dóttir hennar.   

Leikkonan Julia Roberts var frekar hversdagsleg og ómáluð á mynd sem hún birti 21. mars. 


Leikkonan Jessica Alba var að taka á því heima hjá sér þegar hún tók sjálfu af sér í æfingafötunum án farða. 


Leikkonan Julianne Moore var í heimagalla og ómáluð á sjálfu sem hún birti 20. mars. 


Tónlistarkonan Pink er óhrædd við að sýna hver hún er og var sömuleiðis óhrædd við að koma fram ómáluð á samfélagsmiðlum 16. mars. 

View this post on Instagram

Part one!

A post shared by P!NK (@pink) on Mar 16, 2020 at 2:53pm PDTmbl.is