Myndi aldrei setja kókósolíu á andlitið

Ingunn Sigurpálsdóttir markaðsfulltrúi hjá bpro hugsar vel um sig.
Ingunn Sigurpálsdóttir markaðsfulltrúi hjá bpro hugsar vel um sig.

Ingunn Sigurpálsdóttir markaðsfulltrúi hjá bpro hugsar sérlega vel um heilsuna, húðina og að lifa í jafnvægi. 

Hvað gerir þú til að hugsa sem best um þig?

„Ég reyni að leggja áherslu á svefn, hreyfingu og hollt mataræði, tíma fyrir mig og tíma með fólkinu mínu. Ég er skipulögð manneskja að eðlisfari og finnst gott að vera í rútínu og með alls kyns lista yfir það sem ég þarf að gera og mig langar að gera. Svo finnst mér alltaf ljúft að komast út úr bænum og njóta lífsins með fólkinu mínu fjarri hversdagsleikanum.“

Hvernig er mataræði þitt?

„80-20 hentar mér mjög vel í mataræði. Ég er heppin að því leytinu til að mér þykir hollur matur ekki síðri en óhollur þannig að það er ekki erfitt að velja hollustuna. Svo er ég með þá reglu að njóta bara þegar ég leyfi mér eitthvað og ekki stressa mig á því.“

Ingunn notar ilmvatnið Good Girl.
Ingunn notar ilmvatnið Good Girl.

Er eitthvað sem þú borðar ekki?

„Undanfarin ár hef ég hægt og rólega minnkað hvíta sykurinn og fyrir rúmu ári tók ég glúten alveg út úr mataræðinu. Áhrifin á líkamann voru alveg greinileg og því léttir að losna við þetta.“

Hvernig hugsar þú um húðina dagsdaglega?

Ég er svo heppin að vinna með algjörum snillingi, snyrtifræðingnum henni Hildi Elísabetu Ingadóttur, sem hefur tekið mig alveg í gegn hvað húðumhirðu varðar. Fyrir ári þvoði ég mér með andlitssápu á kvöldin og skellti rakakremi framan í mig á morgnana. Þá var húðin alltaf þurr og í miklu ójafnvægi. Nú þvæ ég mér tvisvar sinnum á kvöldin og einu sinni á morgnana með mildum andlitshreinsi frá Skin Regimen. Á nóttunni nota ég næturmaska, Night Detox frá Skin Regimen, en á morgnana Hydramemory Essence, augnkrem frá Skin Regimen, Hydramemory Cream Gel-dagkrem og Urban Shield-vörn frá Skin Regimen og húðin hefur aldrei verið betri. Það er mikilvægt að nota vörn alla daga, hvort sem við erum utandyra eða fyrir framan tölvu, til að vernda húðina fyrir geislum sem valda ótímabærri öldrun.“

Hvernig farðar þú þig dagsdaglega?

„Ég reyni að hafa þetta einfalt svona dagsdaglega. Hyljari undir augun á þreyttum dögum, sólarpúður og léttur litur í kinnarnar, augnblýantur og maskari og þá er ég góð.“

Hvað er í snyrtibuddunni þinni?

„Allt þetta helsta til að fríska mig við þegar það þarf yfir daginn! Sea Salt Spray frá Davines fyrir smá auka „volume“ í hárið, Decubal lips & dry spots balm á varirnar, Urban Shield SPF30 frá Skin Regimen, OI/-handáburður frá Davines, ilmvatnið mitt, Good Girl frá Carolina Herrera, og nóg af spennum til að halda hárinu í skefjum þegar ég þarf að hlaupa út í íslenska lognið!“

Húðvörur frá Skin Regimen eru í miklu uppáhaldi.
Húðvörur frá Skin Regimen eru í miklu uppáhaldi.

Hvað myndir þú aldrei setja á andlitið? „Kókosolíu.“

Stundar þú líkamsrækt?

„Já, ég stunda hreyfingu af einhverju tagi flesta daga vikunnar. Ég lyfti, hjóla og stunda jóga innandyra allt árið. Yfir bjartari helming ársins finnst mér svo dásamlegt að komast út að hreyfa mig. Það er svo ótrúlega mikið af skemmtilegum gönguleiðum og fjöllum í nærumhverfi okkar og það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi án þess að þurfa að leita langt. Svo var ég að eignast hjól í fyrsta skipti síðan ég var unglingur og hlakka til að þeysa um á því í sumar!“

Hvað gerir þú til að hlúa að andlegu heilsunni?

„Líkamleg heilsa finnst mér hafa mikil áhrif á þá andlegu og þess vegna legg ég mikla áherslu á hreyfingu, svefn og hollt mataræði. Að fara ein út að ganga í náttúrunni finnst mér ótrúlega góð leið til að núllstilla mig og svo getur kvöldstund með góðum vinum gert kraftaverk. Fjölskyldan mín er svo það allra besta fyrir andlegu heilsuna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »