Þetta er nýjasti trendsettarinn

Hvítu stuttbuxur Mescals eru að slá í gegn.
Hvítu stuttbuxur Mescals eru að slá í gegn. Skjáskot/Instagram

Írski leikarinn Paul Mescal sem slegið hefur í gegn í þáttunum Normal People má segja að sé ein óvæntasta tískufyrirmynd ársins. Reglulega sést til hans spóka sig í hvítum stuttbuxum frá írska íþróttamerkinu O´Neill og nú virðist sem tískurisar á borð við Gucci hafi sótt innblástur í klæðastíl Mescal og hafið sölu á stuttbuxum í sama stíl nema verðmiðinn er töluvert hærri eða um 80 þúsund krónur. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Mescal ýtir úr vör ákveðinni tískubylgju en allt ætlaði um koll að keyra þegar hann bar keðju um hálsinn í þáttunum. Svo mjög að hann gaf keðjuna á uppboð sem stendur nú yfir og búið er að safna um sjötíu þúsund evrur. Allur ágóði uppboðsins rennur til Píeta samtakanna á Írlandi en samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum. Mescal fannst tilvalið að styðja við það málefni þar sem persónan sem hann lék í þáttunum glímdi við þunglyndi. 

Normal People eru þættir sem byggðir eru á metsölubók eftir írska rithöfundinn Sally Rooney og segir frá ungu pari að fóta sig í lífinu. 

View this post on Instagram

🇮🇹

A post shared by Paul Mescal (@paul.mescal) on Dec 12, 2019 at 9:16am PST

View this post on Instagram

#regram #club #champofeels #cantwait

A post shared by Paul Mescal (@paul.mescal) on Aug 23, 2015 at 4:03am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál