Svona var Tinna förðuð fyrir forsíðuna

Björg Alfreðsdóttir farðaði Tinnu Aðalbjörnsdóttur fyrir Smartlandsblaðið sem kom út …
Björg Alfreðsdóttir farðaði Tinnu Aðalbjörnsdóttur fyrir Smartlandsblaðið sem kom út á dögunum. mbl.is/Árni Sæberg

Björg Alfreðsdóttir, international makeup artist Yves Saint Laurent á Íslandi, farðaði Tinnu Aðalbjörnsdóttur þegar hún prýddi forsíðu Smartlandsblaðsins.

„Mér fannst rosalega gaman að hitta Tinnu og fá að farða hana fyrir Smartlandsblaðið. Ég lagði mikla áherslu á góðar húðvörur sem styrkja og þétta húðina. Til þess notaði ég Pure Shots Lines Away serum og Top Secrets-rakavatn frá YSL. Serumið fyllir upp í fínar línur og gefur létta næringu og andlitsvatnið fyllir húðina raka og þéttir svo húðin verður lýtalaus,“ segir Björg.

Rakavatn frá YSL.
Rakavatn frá YSL.
YSL Touche Éclat All-in-One Glow.
YSL Touche Éclat All-in-One Glow.

Uppáhaldssumarfarði Bjargar er YSL Touche Éclat All-in-One Glow. „Hann er léttur, rakagefandi, olíulaus og gefur náttúrulegan ljóma. Fyrir ferskari og bjartari áferð bæti ég svo YSL Couture Blush nr. 7 kinnalit á kinnarnar. Mér finnst kinnalitur alltaf mikilvægur og ef þú ert til dæmis ekki með augnskugga er um að gera að setja smá kinnalit á augnlokin og ná fram monochrome-lúkki.“

Björg segir að undirbúningur fyrir augnförðun sé mikilvægur svo förðunin endist vel og áferðin verði falleg.

„Ég notaði Primer Potion anti age-augnskuggagrunn frá Urban Decay en hann fyllir upp í fínar línur í kringum augun og kemur í veg fyrir að augnskugginn leggist í línur eða renni til yfir daginn. Grunninn má meira að segja líka nota undir augun til að jafna áferð áður en hyljari er borinn á. Ég notaði YSL Couture-pallettu nr. 13 í augnförðunina og bar svo vatnsheldan Stylo-augnblýant í efri vatnslínu. Með þessu móti virðast augnhárin mun þéttari og ef það vantar augnhár á einhverjum stöðum fyllir blýanturinn upp í það. Fyrir enn meiri þykkingu og áferð á við gerviaugnhár notaði ég SHOCK-maskarann frá YSL.“

Til að koma í veg fyrir að varaliturinn renni til eða smiti út í fínar línur í kringum varirnar byrjaði Björg að nota UD ozone-varablýant í kringum varirnar og aðeins inn á þær. „Blýanturinn inniheldur vax sem gefur fyllingu og betri endingu. Ég vildi láta varirnar tóna við húðina og augun með áherslu á ljóma svo ég ákvað að nota nýja YSL Volupté Rock'n shine-varalitinn nr. 1, hann gefur 3D-ljóma og milda næringu,“ segir hún.

Hverju er mikilvægt að sleppa aldrei í förðun?

„Ég sleppi aldrei setting-spreyi! Ef þú vilt láta förðunina endast allan daginn og nóttina mæli ég með að prófa All Nighter Setting-spreyið frá Urban Decay. Það gerir förðunina vatnshelda og gefur henni 16 klukkustunda endingu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »