Jane Fonda glæsileg í nýrri herferð Gucci

Lil Nas X, Jane Fonda, David de Rothschild og King …
Lil Nas X, Jane Fonda, David de Rothschild og King Princess tóku þátt í herferð Gucci Circular Line á dögunum. mbl.is/Gucci

Gucci Circular Line býður upp á vandaðan fatnað með umhverfið og náttúruna í huga. Fatnaðurinn hentar vel borgarbúum sem ætla að ferðast úti í náttúrunni í sumar og eru snið og litir mjög einfaldir og smart.

Græna hagkerfið hefur verið listræna stjórnandanum, Alessandro Michele, hugleikið og fékk hann Harmony Korine til að taka upp og leikstýra herferðinni.

David de Rothschild glæsilegur í fatnaði frá Gucci.
David de Rothschild glæsilegur í fatnaði frá Gucci. mbl.is/Gucci
Fatnaðurinn er endurunninn og er hugsaður með umhverfið og náttúruna …
Fatnaðurinn er endurunninn og er hugsaður með umhverfið og náttúruna í huga. mbl.is/Gucci

Leikkonan Jane Fonda, rapparinn Lil Nas X, leikarinn Miyavi, umhverfissinninn David de Rothschild og söngvarinn King Princess sýna að línan er ætluð allskonar fólki sem deilir sömu gildum þegar kemur að fatnaði og tísku.  

Vörurnar eru fáanlegar í gegnum Gucci appið sem gaman er að skoða um þessar mundir. 

mbl.is