Tískuráð fyrir konur yfir fimmtugt

Djarfir litir og nýir skór geta veitt manni unglegra útlit.
Djarfir litir og nýir skór geta veitt manni unglegra útlit. Skjáskot/Instagram COS

Tískuritstjórinn Diana Vreeland sagði eitt sinn „Ég mun deyja mjög ung. Kannski 70, kannski 80 og kannski 90 ára. En ég mun vera mjög ung.“

Tískan hættir ekki að eiga við þig þó að árin færist yfir. Til þess að tolla í tískunni þarf oft ekki nema smávægilegar breytingar eins og til dæmis að uppfæra eyrnalokkana. Hér eru nokkur góð ráð frá Önnu Murphy tískustjórnanda tímaritsins Times um hvernig má líta út fyrir að vera yngri en maður er.

Vertu víðsýn

Það er auðvelt að afskrifa eitthvað sem maður hefur aldrei klæðst áður. Það að uppfæra útlitið snýst akkúrat um þetta, að bæta einhverju nýju við. Svo lengi sem eitthvað virkar fyrir líkamsvöxtinn og litarhaftið þá er það í lagi. Það er um að gera að endurskoða afstöðu sína. Oft tekur það tíma að innleiða nýja tískustrauma hjá manni. Stundum bíður maður í nokkurn tíma, ef það er enn í tísku og enn að heilla mann, þá um að gera að prófa.

View this post on Instagram

Pétillez. Sparkle. #ClaudiePierlot #Fuchsia #SeoulFantasy

A post shared by Claudie Pierlot Paris Officiel (@claudiepierlot) on May 7, 2020 at 9:00am PDT

Ekki hræðast „íþróttaleg“ föt

Margar konur líta vel út í sportlegum buxum við aðsniðinn jakka eða í hettupeysu innanundir fínni jakka. Ekki vera hrædd við að prófa. 

View this post on Instagram

Au bord de l'eau. By the water. #NewCollection #Style #ClaudiePierlot

A post shared by Claudie Pierlot Paris Officiel (@claudiepierlot) on Feb 23, 2020 at 9:00am PST

Veldu djarfa liti

Finndu eitthvað eitt sem lyftir útlitinu á hærra stig. Það gæti til dæmis verið varalitur í sterkum lit eða eyrnalokkar eða hálsmen. „Lykilatriðið er að vera ekki of skynsamur. Skynsemi er leiðinleg og þú ert það ekki,“ segir Murphy.

View this post on Instagram

Get your greens 🍏 @greceghanem wears this season's fresh, new hue #cosstores​

A post shared by COS (@cosstores) on May 2, 2020 at 8:57am PDT

Það er gott að vekja athygli

Þegar þú breytir til og einhver veitir því eftirtekt þá er það af hinu góða! Fólk sér þig. Njóttu þess. 

View this post on Instagram

@kerstingeffert giving us all the fashion energy we need right now. Keep sharing your self-portraits with #herimageherstory.

A post shared by & Other Stories (@andotherstories) on Mar 25, 2020 at 11:45am PDT

Frjálslegt hár og breiðar augnbrýr

Hár sem minnir á hjálm og er hreyfingarlaust er ekki málið þessa dagana. Það er eitt af því sem eldir mann einna mest. Frjálsleiki er lykilatriði.

Hvíldu handtöskuna

Það getur virkað gamaldags að vera með tösku í hendinni. Veldu frekar töskur sem gefa höndunum frí og hægt er að bera til dæmis þvert yfir axlirnar. 

Óformlegri vinnuklæðnaður

Þú vilt ekki vera eins og í einkennisbúningi. Hugsaðu út fyrir kassann og hafðu augun opin fyrir einhverju óvæntu í til dæmis litavali, mynstri eða efnisvali. Hafðu það sígilt en með „tvisti“. Og umfram allt, forðastu að líta út fyrir að þú sért að reyna of mikið.

View this post on Instagram

Discover ARKET’s spring 2020 wardrobe essentials for women: link in bio. - #ARKET

A post shared by ARKET (@arketofficial) on Mar 13, 2020 at 4:14am PDT

Uppfærðu skóna - Strigaskór eru málið

Ef þú ert í samskonar skóm og fyrir tíu árum þá eru allar líkur á því að þeir séu að láta þig líta út fyrir að vera eldri en þörf er á. Þú getur haldið þig við hælastærðina en endilega breyttu einhverju smálegu eins og til dæmis mynstri eða lögun. Þá hafa strigaskór verið mjög vinsælir upp á síðkastið paraðir við buxnadragtir eða kjóla. Það skiptir þó máli hvernig strigaskór þetta eru. Þeir verða að vera snyrtilegir og helst hvítir og ekki má sjást í sokka.

Finndu merki sem henta þér

Flest tískumerki framleiða föt fyrir landa sinn. Ef þú ert til dæmis hávaxin þá gætu skandinavísk merki á borð við COS og Ganni hentað vel. Ef þú ert til dæmis smágerð þá gætu frönsk eða spænsk merki hentað eins og til dæmis Claudie Pierlot og Zara. Ef þú ert óörugg um hvernig á að para föt saman þá getur verið gott ráð að halda sér við eitt fatamerki þar sem fötin eru oft hönnuð með það í huga að þau eigi vel saman.

Mátaðu áður en þú afskrifar

Það getur tekið á taugarnar að prófa eitthvað nýtt. Samfestingar hafa til dæmis verið vinsælir upp á síðkastið og geta verið mjög flottir við réttar aðstæður. Hann getur gefið skemmtilegt heildarútlit líkt og kjóll gerir nema á mun afslappaðri og unglegri hátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál