Prinsessan gifti sig í gömlum kjól af ömmu

Beatrice prinsessa klæddist gömlum kjól af ömmu sinni á brúðkaupsdaginn.
Beatrice prinsessa klæddist gömlum kjól af ömmu sinni á brúðkaupsdaginn. AFP

Beatrice prinsessa gekk að eiga Eduardo Mapelli Mozzi á föstudaginn síðastliðinn. Brúðarkjóllinn hennar var einstaklega fallegur en hún valdi gamlan kjól af ömmu sinni, Elísabetu Englandsdrottningu, fyrir stóra daginn. 

Kjólinn hannaði Norman Hartnel fyrir drottninguna og var honum svo breytt fyrir Beatrice fyrir brúðkaupið. Beatrice var einnig með eina af kórónum drottningarinnar sem hún gifti sig með árið 1947. 

Beatrice prinsessa sótti ekki bara innblástur í ömmu sína fyrir brúðkaupið en það var líka í anda foreldra hennar, Söruh Ferguson og Andrésar prins, sem giftu sig árið 1986. Kjólar þeirra mæðgna voru í svipuðu sniði með stuttum ermum og báðar voru þær með langt slör.  

Brúðkaup þeirra Beatrice og Eduardos átti að fara fram í maí síðastliðnum en var frestað vegna kórónuveirunnar. Þau gáfu ekki út nýja dagsetningu opinberlega og kom það því einhverjum á óvart að þau hefðu gift sig á föstudaginn. Brúðkaupið var fámennt en góðmennt því á meðal gesta voru einmitt Elísabet Englandsdrottning og Filippus prins.

Brúðkaupið fór fram á föstudaginn.
Brúðkaupið fór fram á föstudaginn. AFP
Kórónan er einnig frá Elísabetu Englandsdrottningu.
Kórónan er einnig frá Elísabetu Englandsdrottningu. AFP
Amma og afi mættu í brúðkaupið.
Amma og afi mættu í brúðkaupið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál