Katrín hertogaynja klæðist aldrei þessum lit

Katrín hertogaynja klæðist öllum litum regnbogans, nema einum.
Katrín hertogaynja klæðist öllum litum regnbogans, nema einum. AFP

Katrín hertogaynja er án efa ein best klæddasta kona bresku konungsfjölskyldunnar um þessar mundir. Fötin og fylgihlutirnir sem hún velur sér rata ítrekað í umföllun tískutímarita og fetar hún þar í fótspor tengdamóður sinnar heitinnar, Díönu prinsessu. 

Katrín nýtur að sjálfsögðu aðstoðar stílista sem hjálpar henni að vera alltaf með puttann á púlsinum. Katrín er þekkt fyrir að vera ekki feimin við að klæðast litum, ekki frekar en Elísabet II Englandsdrottning sem velur sér iðulega litrík föt. 

Katrín hertogaynja.
Katrín hertogaynja. AFP
DANIEL MUNOZ

Katrín klæðist fallegum gráum litum, dökk bláum, grænum, fjólubláum, rauðum og gulum. En það er einn litur sem hún hefur aldrei sést í og það er liturinn appelsínugulur. 

Hún hefur einu sinni komist nálægt því að klæðast appelsínugulum kjól en hann var ferskjulitaður og meira út í bleikt. En af hverju klæðist hertogaynjan ekki appelsínugulum?

Grænn var áberandi litur hjá Katrínu í Írlands heimsókn fyrr …
Grænn var áberandi litur hjá Katrínu í Írlands heimsókn fyrr á árinu. AFP
Flott í bláu.
Flott í bláu. AFP

Ástæðan virðist vera flóknari en sú að henni finnst hann ekki fallegur eða fara sér illa. Liturinn er þekktur fyrir að vera sá litur sem myndast hvað verst.

Samkvæmt Colour Psychology merkir liturinn appelsínugulur margt jákvætt, eins og jákvæðni, hugrekki og ákafa. En hann er líka tengdur við margt neikvætt eins og tilraunastarfsemi, ófélagslyndi, og yfirborðskennd. Það gæti verið ástæðan af hverju fáir í konungsfjölskyldunni klæðast appelsínugulum. Nema drottningin sem á kápu og hatt í appelsínugulu.

Elísabet Englandsdrottning í appelsínugulu.
Elísabet Englandsdrottning í appelsínugulu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál