Kíktu í lyfjaskáp Gwyneth Paltrow

Gwyneth Paltrow hugsar vel um heilsuna og útlitið.
Gwyneth Paltrow hugsar vel um heilsuna og útlitið. AFP

Leikkonan og heilsugúrúinn Gwyneth Paltrow birti nýlega mynd af lyfjaskápnum heima hjá sér. Þar má sjá ýmsar vöur sem Paltrow notar. Stjarnan segist leggja mikla áherslu á að vörurnar sem hún notar séu hreinar og án eiturefna. 

Í skáp Paltrow má auðvitað sjá vörur frá hennar eigin merki, Goop. Einnig vörur eins og hárvörur frá Hårklinikken, húðvörur frá Vintner's Daughter og Joa, munnskol frá Olas og varasalva frá Kosas. 

Stjörnur á borð við Paltrow eru duglegar að auglýsa vörur fyrir fáar fjárhæðir en nota síðan eitthvað allt annað. Vörurnar í skápnum hennar Paltrow eru frá fjölbreyttum merkjum og hún segist kunna að meta þær allar. 

„Ég held að nánast allt í lyfjaskápnum mínum sé án eiturefna og hreint miðað við viðmið okkar hjá Goop,“ skrifaði Paltrow þegar hún birti mynd af skápnum. 

mbl.is