Vanessa Paradis mætti í öllu frá Chanel

Franska söngkonan Vanessa Paradis.
Franska söngkonan Vanessa Paradis.

Franska söngkonan Vanessa Paradis lét sig ekki vanta á 46th Deauville American Film Festival og var þar klædd í Chanel frá toppi til táar. Það er ekki hægt að minnast á Paradis nema minnast á smellinn Joe Le Taxi sem sló í gegn 1988 en lagið þótti mjög gott. Rödd Paradis gróf sig inn í hjörtu unglingsstúlkna sem vildu verða eins og hún. 

Nú, um 30 árum síðar, er Vanessa Paradis ennþá að gera frábæra hluti og að þessu sinni sem fulltrúi franska tískukhússins Chanel sem er í uppáhaldi hjá stórum hópi kvenna. Kjóllinn sem hún klæddist var með sérstöku sniði en í honum er lögð áhersla á mittislínuna og er kjóllinn síðari að aftan. Kjóllinn er úr Haute-Couture-línu Chanel fyrir haust/vetur 2020/21. 

Vanessa Paradis klæddist kjól og buxum frá Chanel. Hún var …
Vanessa Paradis klæddist kjól og buxum frá Chanel. Hún var förðuð með Chanel snyritvörum og var með skartgripi frá sama merki.

Vanessa Paradis var þó ekki eina manneskjan sem var fallega klædd þetta kvöld því Zita Hanrot, sem er frönsk leikkona, klæddist líka kjól frá Chanel. Hann er úr gegnsæju efni að hluta til og vel rykktur. Hann er úr Haute-Couture-línunni fyrir haust/vetur 2020/21. 

Zita Hanrot klæddist Chanel.
Zita Hanrot klæddist Chanel.
Zita Hanrot.
Zita Hanrot.

Ef það er eitthvað sem hægt er að kalla ekta Chanel þá er það tvíhneppt með gulltölum eins og þessi kjóll sem Anne Berest rithöfundur klæddist á hátíðinni. Kjóllinn kemur í þessum beige-lit en það er líka hægt að fá hann í dökku. Kjóllinn er styttri að framan með pífum að neðan. Lögð er áhersla á mittislínuna og skartaði Berest fallegu belti frá Chanel. Skórnir og taskan koma einnig frá sama merki. 

Anna Berest.
Anna Berest.
Luana Bajrami sem er frönsk leikkona klæddist svörtum silkikjól frá …
Luana Bajrami sem er frönsk leikkona klæddist svörtum silkikjól frá Chanel. Han ner úr Ready-to-Wear línu Chanel fyrir haust/vetur 2020/21.
Belgíska leikkona Mya Bollaers klæddist Chanel frá a-ö. Takið eftir …
Belgíska leikkona Mya Bollaers klæddist Chanel frá a-ö. Takið eftir hálsmeninu sem hún var með en það er úr 18K hvítagulli með demöntum.
Mya Bollaers.
Mya Bollaers.
Hér sést hálsmen Mya Bollers betur. Það er frá Chanel.
Hér sést hálsmen Mya Bollers betur. Það er frá Chanel.
Franska leikkonan Irene Jacob klæddist svörtu ullardressi úr Ready-to-Wear línunni.
Franska leikkonan Irene Jacob klæddist svörtu ullardressi úr Ready-to-Wear línunni.
mbl.is