BIOEFFECT og SHOPLIFTER sameina krafta sína

Liv Bergþórsdóttir forstjóri ORF Líftækni og Hrafnhildur Arnardóttir hönnuður sem …
Liv Bergþórsdóttir forstjóri ORF Líftækni og Hrafnhildur Arnardóttir hönnuður sem hannar undir nafniu SHOPLIFTER.

Í tilefni af 10 ára afmæli BIOEFFECT efndi fyrirtækið til samstarfs við listamanninn Hrafnhildi Arnardóttur sem hannar undir nafninu SHOPLIFTER. Markmiðið að samstarfinu var að tvinna saman vísindi og listir. 

Kolsvart bygg var sérstaklega þróað og ræktað fyrir framleiðsluna á virka innihaldsefninu EGF og SHOPLIFTER hannaði umbúðirnar. Útkoman er hrífandi glerflaska í hraunskúlptúr þar sem listamaðurinn fetar veg á milli tveggja heima, vísinda og lista.

„Litrófið frá tærum lit að svörtum er kjarninn í hugmyndavinnu minni og hvernig töfrar náttúrunnar og vísindanna geta sameinast og haft áhrif á útkomu listaverksins,“ segir listamaðurinn SHOPLIFTER.

Listgripurinn sækir innblástur í íslenska náttúru, sem getur af sér hraunið, tærleikann og sérræktaða svarta byggið.

„Innblástur BIOEFFECT er sóttur í hreina íslenska náttúru. Styrkleiki BIOEFFECT húðvaranna byggir á hreinleika, fáum innihaldsefnum og virkni en það er nákvæmlega það sem neytendur um allan heim vilja í dag. BIOEFFECT hefur vaxið á 10 árum frá því að selja eina vöru, EGF Serum húðdropana á Íslandi, yfir í húðvörulínu með 13 vörum sem er seld um allan heim. Við förum alla leið í nýsköpun og mætum áskoruninni um að skapa einstaka vöru af þessu tilefni. Samstarfið við SHOPLIFTER hefur verið sérstaklega gefandi og tekið okkur í skemmtilega vegferð þar sem útkoman er þessi einstaki listgripur,“ segir Liv Bergþórsdóttir forstjóri ORF Líftækni.

BIOEFFECT hefur á undanförnum árum tryggt sig í sessi á alþjóðamarkaði og fást vörurnar í verslunum og netverslunum um allan heim. Má þar nefna verslanir á borð við Harrods, Bergdorf Goodman, Le Bon Marché og Harvey Nichols auk þess sem aukin áhersla er lögð á netverslun á eigin vefsíðum BIOEFFECT. Vörurnar hafa hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna og sérstaklega í flokki hreinna snyrtivara eða „clean and pure beauty.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál