Dóttirin fær gullmola af rauða dreglinum

Gwyneth Paltrow hefur klæðst mörgum eftirminnilegum kjólum á ferli sínum …
Gwyneth Paltrow hefur klæðst mörgum eftirminnilegum kjólum á ferli sínum í sviðsljósinu. Samsett mynd

Óskarsverðlaunaleikkonan Gwyneth Paltrow hefur klæðst mörgum eftirminnilegum fötum á rauða dreglinum. Fötin fóru ekki beinustu leið í Rauða krossinn eftir notkun þar sem Paltrow ætlar að gefa dóttur sinni fötin. Dóttir hennar er 16 ára. 

„Hún elskar að leika sér í skápnum mínum,“ sagði Paltrow í viðtali við People á dögunum. „Ég hef geymt allt síðan 15 árum áður en ég eignaðist hana. Ég geymi allt. Ekki alveg allt en öll föt sem ég klæðist á rauða dreglinum geymi ég fyrir hana.“

Paltrow byrjaði snemma í bransanum og ef hún hefur geymt föt í 31 ár má finna gullmola síðan árið 1989 í fatasafni Paltrow. Smartland tók saman nokkra eftirminnilega kjóla sem Paltrow hefur klæðst í gegnum árin. 

Gwyneth Paltrow tók á móti Óskarnum í bleikum kjól frá …
Gwyneth Paltrow tók á móti Óskarnum í bleikum kjól frá Ralph Lauren árið 1999. REUTERS
Gwyneth Paltrow á Screen Actors Guild-verðlaunahátíðinni árið 2000.
Gwyneth Paltrow á Screen Actors Guild-verðlaunahátíðinni árið 2000. FRED PROUSER
Gwyneth Paltrow í eftirminnilegum kjól frá Alexander McQueen 2002 í …
Gwyneth Paltrow í eftirminnilegum kjól frá Alexander McQueen 2002 í Óskarsverðlaunapartý Vanity Fair. REUTERS
Gwyneth Paltrow í kjól frá Balenciaga á Golden Globe-verðlaunahátíðinni 2006.
Gwyneth Paltrow í kjól frá Balenciaga á Golden Globe-verðlaunahátíðinni 2006. AFP
Gwyneth Paltrow skartaði sínu fegursta í kórallitum sjiffonkjól í anda …
Gwyneth Paltrow skartaði sínu fegursta í kórallitum sjiffonkjól í anda þriðja áratugarins frá Zac Posen í Óskarsverðlaunafögnuði Vanity Fair árið 2007. REUTERS
Gwyneth Paltrow klæddist hvítum kjól frá Tom Ford á Óskarnum …
Gwyneth Paltrow klæddist hvítum kjól frá Tom Ford á Óskarnum árið 2012. AP
Gwyneth Paltrow í Prada á verðlaunahátíð í Berlín árið 2014.
Gwyneth Paltrow í Prada á verðlaunahátíð í Berlín árið 2014. AFP
Gwyneth Paltrow klæddist gulum síðum kjól frá Chloé Met Gala …
Gwyneth Paltrow klæddist gulum síðum kjól frá Chloé Met Gala í maí 2019. AFP
Gwyneth Paltrow klæddist Valentino á Emmy-verðlaunahátíðinni árið 2019.
Gwyneth Paltrow klæddist Valentino á Emmy-verðlaunahátíðinni árið 2019. mbl.is/AFP
mbl.is