Aldrei keypt jafn lítið af fötum og árið 2020

Heba Fjalarsdóttir er makaðsstjóri Mynto.
Heba Fjalarsdóttir er makaðsstjóri Mynto. Ljósmynd/Aðsend

Heba Fjalarsdóttir er markaðsstjóri vefverslunarmiðstöðvarinnar Mynto. Í dag settu þau í loftið glæsilegan vef, Mynto.is, sem er ætlað að auðvelda viðskiptavinum kaupin. 

Heba er 26 ára gömul og fædd og uppalin í vesturbæ Reykjavíkur. Hún lærði viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík og er með meistaragráðu í vörumerkja- og samskiptastjórnun frá Copenhagen Business School. 

Í sumar gaf Mynto út appið sitt sem sameinar yfir 60 íslenskar vefverslanir og nú hefur vefurinn bæst við. Heba segir að það hafi gengið mjög vel á þeim mánuðum sem liðnir eru frá því að appið fór í loftið. „Við erum í góðum samskiptum við verslanir okkar og segja þær flestar að þær hafi séð mikla aukningu í vefsölu hjá sér þetta árið og jafnvel að sala á þessu ári sé töluvert hærri en árinu áður hvort sem að það er á vefnum eða í verslun,“ segir Heba.

Heba er með meistaragráðu frá Copenhagen Business School.
Heba er með meistaragráðu frá Copenhagen Business School. Ljósmynd/Aðsend

Breytingar á kauphegðun fólks í heimsfaraldri

„Það hefur sést vel hérlendis og víðar að kauphegðun er að breytast í takt við breytta lífshætti fólks á þessum tímum. Fólk er að skipta út kaupum á fínum fötum fyrir joggingföt og æfingaföt og sala á förðunarvörum líka að dragast saman og margir eru að fjárfesta frekar í góðum húðvörum. Margir hafa einnig nýtt tækifærið til að breyta til heima hjá sér,“ segir Heba. 

Sjálf hefur hún einnig tekið eftir breytingum hjá sér. „Ég hef til dæmis aldrei keypt jafn lítið af fötum á einu ári en það er líklega jákvæð þróun. Í byrjun árs fór ég einnig í að fjárfesta í góðum húðvörum í fyrsta sinn og er nú orðin alveg dolfallinn fyrir húðumhirðu,“ segir Heba. 

Um þessar mundir hefur hún verið að prófa ýmsar nýjar vörur eins og Hyaluronic Acid frá The Ordinary, Serum Mask frá ChitoCare og Midnight Recovery Concentrate frá Keihl's sem hún setur á andlitið fyrir svefninn.  

Hyaluronic Acid frá The Ordinary hefur verið í uppáhaldi hjá …
Hyaluronic Acid frá The Ordinary hefur verið í uppáhaldi hjá Hebu. Ljósmynd/The Ordinary

„Á þessu ári hafa nokkur trend verið mjög vinsæl. Andlitsrúllur og gua sha andlitsnudd sem eiga rætur sínar að rekja hundruð ár aftur í tímann til Asíu hafa notið mikilla vinsælda. Einnig er orðið mjög algengt að nota kollagen í vörur eða að taka það inn en það á að hafa yngjandi virkni. Svokallaðir „sheet“ maskar hafa verið mjög vinsælir sem og góðar húðolíur og svo sér maður alltaf fleiri kjósa að nota vegan og cruelty free vörur en á Mynto má finna nokkrar vefverslanir sem sérhæfa sig að selja vörur sem eru framleiddar á þann hátt,“ segir Heba. 

View this post on Instagram

A post shared by Mynto (@mynto_is) on Jul 24, 2020 at 4:18am PDT

En hvaða húðvöru keyptir þú síðast?

„Ég keypti Face Cream frá ChitoCare sem framleiðir vörur úr íslenskum hráefnum. Ég er mjög ánægð með það og er á annarri túpunni minni. Það er fullkomið dag- og næturkrem en ChitoCare notar kítósan sínar vörur sem stuðlar að náttúrulegu viðgerðarferli húðarinnar og gefur góðan raka.“

Hvað er ómissandi í húðrútínuna fyrir haustið/veturinn?

„Gott rakakrem og anditsserum, andlitsolía, og líkamskrem.“

mbl.is