Hvað hefur Khloé Kardashian látið gera við sig?

Khloé Kardashian hefur breyst mikið á síðustu árum.
Khloé Kardashian hefur breyst mikið á síðustu árum. Samsett mynd

Útlit raunveruleikastjörnunnar Khloé Kardashian er reglulega umræðuefni á meðal aðdáenda Kardashian-fjölskyldunnar. Khloé þykir hafa breyst mikið í útliti á síðustu árum og hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir það. Spurningin sem brennur á aðdáendum hennar er því: hvað hefur hún látið gera við sig?

Khloé sjálf hefur grínast mikið með gagnrýnina á útlit sitt og sagðist eitt sinn fara í vikulega andlitsígræðslu til að breyta útliti sínu. 

Khloé hefur líka verið sökuð um að nota photoshop til …
Khloé hefur líka verið sökuð um að nota photoshop til að breyta myndum sínum. Til vinstri er Instagram mynd af Khloé en til hægri er mynd af henni í þáttunum Keeping Up With The Kardashians. Samsett mynd

Í nýlegu viðtali við UsWeekly sagði manneskja náin fjölskyldunni að Khloé hefði aldrei farið í stóra lýtaaðgerð til að breyta útliti sínu, heldur hefði hún farið í margar smærri sem eru ekki jafn mikið inngrip í líkamann. 

„Hún hefur ekki farið í stóra aðgerð, bara í litlar meðferðir, eins og fyllingar, leysimeðferðir og skyggingameðferð á andliti,“ sagði innanbúðarmaður UsWeekly. 

Nýleg mynd af Khloé.
Nýleg mynd af Khloé. Skjáskot/Instagram

Sjálf sagði Khloé árið 2016 að hún hefði aldrei farið í fyllingar eða í lýtaaðgerðir. „Til að hafa þetta á hreinu, í eitt skipti fyrir öll. Ég er ekki búin að fara í fyllingar eða lýtaaðgerð. ENNÞÁ, LOL. En ég trúi mikið á leysimeðferðir. Ég fer oft í leysi. Leysi fyrir misfellur í húðinni, til að þétta húðina, fyrir slitför, ör og bólur. Þetta er svo auðvelt nú til dags og maður þarf ekki að fara í aðgerð fyrir lýtaaðgerð,“ sagði Khloé. 

Khloé Kardashian árið 2011.
Khloé Kardashian árið 2011. mbl.is/COVER
mbl.is