Katrín í skósíðri haustkápu

Katrín hertogaynja var með fjölnotagrímu frá Amaia.
Katrín hertogaynja var með fjölnotagrímu frá Amaia. AFP

Haustið er svo sannarlega komið hjá Katrínu hertogaynju en í vikunni klæddist hún gullfallegri skósíðri kápu sem hefur án efa komið sér vel í kuldanum. 

Hertogaynjan og eiginmaður hennar Vilhjálmur Bretaprins fóru á viðburð niður í miðborg London á þriðjudag. Kápan sem Katrín klæddist á viðburðinum fór henni einstaklega vel en hún er eftir hönnuðinn Söruh Burton hjá Alexander McQueen.

Katrín var með nýja tösku meðferðis, Love Letter-tösku frá taívansk-breska hönnuðinum Grace Han. 

Undir kápunni klæddist hún svo síðu pilsi frá spænska merkinu Massimo Dutti en hún var einmitt í kápu frá sama merki fyrir tveimur vikum.

Kápan er tvíhneppt og skósíð.
Kápan er tvíhneppt og skósíð. AFP
Kápan er frá Alexander McQueen.
Kápan er frá Alexander McQueen. AFP
mbl.is