Hvernig undirbúum við húðina okkar fyrir veturinn?

Þegar hausta tekur förum við flest að draga fram úlpurnar og annan vetrarklæðnað til að vernda líkamann gegn kólnandi veðurfari. Húðinþarfnast einnig sérstakrar umönnunar yfir vetrartímann, nú þarf að fara að huga að breytingum og velja sér vörur sem vernda húðina. 

Kalt loftslag líkt og er hér á Íslandi um hávetur getur haft slæm áhrif á húðina ef hún fær ekki réttu umhirðuna. Húðin er fljót að missa raka sinn í köldu loftslagi, hún verður þurr og þurrkublettir geta einnig farið að myndast.

Olíur, næring og raki hjálpa húðinni að komast í gegnum veturinn.

Húðin þarf næringu kvölds og morgna líkt og alla aðra daga. Það þarf sérstaklega að varast að húðin missi ekki meiri raka og þá sérstaklega húð sem er þurr fyrir.

Andlitshreinsar geta haft ertandi áhrif á húðina, sérstaklega ef þeir innihalda þurrkandi innihaldsefni. Olíuhreinsir er afar nærandi á húðina og frábær leið til að þrífa burt farða og/eða sólarvörn. Hann er næringarríkur, dregur ekki raka úr húðinni og skilur hana eftir silkimjúka.

CHANEL L‘HUILE-olíuhreinsirinn er með silkimjúkri áferð. Hann hreinsar auðveldlega burt allan farða eins og vatnsheldar vörur, sólarvörn og önnur óhreindi. Hann hentar líka vel yfir viðkvæm augu. Þér á að líða vel í húðinni eftir hreinsun og Chanel L‘HUILE sér akkúrat um það.

Við viljum ekki erta húðina frekar þar sem hún er viðkvæmari á veturna. Kornaskrúbbar geta verið of harðir á húðina og sérstaklega fyrir viðkvæma húð og eru þá mildar sýrur betri kostur.

Glýkólsýra hreinsar í burtu dauðar húðfrumur sem sitja sem fastast á yfirborði húðarinnar. Þegar þessar húðfrumur eru fjarlægðar eiga kremin okkar greiðari aðgang í húðina. Yfirborð húðarinnar verður einnig jafnara og fallegra. Glýkólsýran vinnur afar vel á þurrk og þrjóskum þurrkublettum.

Exfoliate Glýkóltónerinn frá Pestle & Mortar er líkt og nafnið gefur til kynna tóner fyrir húðina sem inniheldur 6,8% Glýkólsýru. Tónerinn er einfaldlega settur í bómull og strokið létt yfir hreint andlitið. Mælt er með að nota vöruna einu sinni til tvisar í viku í byrjun.

Húðin verður fljótt bjartari, hreinni og laus við þurrk.

Það allra mikilvægasta yfir vetrartímann er næring og raki. Þar eiga rakakremin stóran þátt. Gott og næringarríkt rakakrem sér ekki aðeins um að gefa húðinni raka heldur vernda húðina fyrir umhverfinu og frekari rakaskorti meðan það fyllir húðina af góðri næringu.

Clarins Hydra- Essentiel Silky Cream er dásamlegt krem fyrir venjulega húð og þurra húðgerð. Kremið fyllir húðina strax af góðum raka en það sér einnig til þess að viðhalda rakanum í húðinni sama hvernig viðrar úti. Plantan „Leaf of life“ styrkir húðina með reglulegri notkun.

Fyrir venjulega húð er Embryolisse Lait Créme Concentré alltaf klassískt. Það fyllir húðina strax af góðum raka án þess að vera of þungt á húðinni. Kremið sér til þess að rakinn haldist í húðinni allan daginn. Á mjög köldum dögum er ekkert betra en að næra húðina extra vel en kremið vinnur eins og maski líka. Bera má þykkt lag á húðina og leyfa því að vinna í 15 mínútur. Þetta undrakrem er leyndarmál margra förðunarfræðinga og gjarnan notað sem farðagrunnur þar sem kremið situr svo fallega undir hvaða farða sem er og húðin verður strax heilbrigðari og bjartari.

Clarins-andlitsolíurnar koma í þremur ólíkum formúlum fyrir mismunandi húðgerðir. Allir geta því fundið sér olíu við hæfi en olían er afar mikilvæg yfir vetrartímann. Þegar húðin okkar verður þurr fer hana að skorta olíu. Nokkrir dropar út í rakakremið eða fyrir svefn mun gera gæfumuninn.

Við þurfum að huga að líkamanum líka. Herbivore Coconut Body-olían er algjör lúxus fyrir húðina eftir sturtuferðina. Taktu þér tíma til að dekra vel við húðina, jojoba og aðrar olíur læsa rakanum í húðina og gera hana silkimjúka. 

Notaðu Hýalúrónsýru ef þú vilt vernda húðina extra vel í vetur. Hýalúrón gefur húðinni gott rakabúst, húðin verður samstundis þéttari, líflegri og heilbrigðari. Gott ráð er að setja nokkra dropa út í rakakremið. Pestle & Mortar Pure Hyaluronic Serum hefur sameindir af ólíkum stærðum sem þýðir að varan ferðast í mismunandi lög húðarinnar til að næra hana sem mest.

Notaðu rakamaska einu sinni til tvisvar í viku. Clinique Moisture Surge Overnight Mask sér til þess að húðin þín nærist vel yfir nóttina. Húðin þín verður tilbúin í næsta dag yfirfull af góðum raka. Notaðu alltaf góða sólarvörn en hún er besta vörnin gegn frekari skaða á húðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál