Skammast mín fyrir hárvöxtinn í andlitinu

Íslensk kona leitar ráða hjá Örnu Björk Kristinsdóttur húðlækni.
Íslensk kona leitar ráða hjá Örnu Björk Kristinsdóttur húðlækni. Engin Akyurt/Unsplash

Arna Björk Kristinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem glímdi við mikla ofþyngd. 

Sæl Arna. 

Ég er kona um fertugt, greind með PCOS fyrir mörgum árum. Ég glímdi lengi við þennan ömurlega sjúkdóm og afleiðingarnar af honum. Skemmst er frá því að segja að ég glímdi við mikla ofþyngd svo ég endaði á að fara í meðferð og hjáveituaðgerð í gegnum Reykjalundarmeðferðina hjá Landspítalanum. Aðgerðin lukkaðist eins og í lygasögu og hefur mér aldrei liðið betur líkamlega, tæpum áratug eftir að hafa farið í aðgerðina og ég hef getað haldið mér í kjörþyngd. 

Hinsvegar er það aukahúð sem er töluvert mikil í kringum magasvæðið og fyrir ofan rass sem ég veit ekkert hvað ég get gert í. Verð ég að fara í svuntuaðgerð? Hver metur það fyrir mig? 

Síðan er það hitt sem ég hef glímt við út frá PCOS og það er hárvöxturinn í andlitinu. Ég er með nokkuð þéttan skeggvöxt sem ég hata og skammast mín fyrir. Ég get hinsvegar lítið gert í þessu, ýmist plokka hárin eða raka mig. Er hægt að fara í leysi sem virkar á dökk gróf hár? Er hægt að gera eitthvað annað?

Kveðja, BL

Arna Björk Kristinsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda.
Arna Björk Kristinsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda.

Sæl BL.

Fyrst langar mig til að óska þér til hamingju með árangurinn, vel gert!

Varðandi slappa húð eftir svona mikið þyngdartap er svuntuaðgerð líklegast eina svarið. Svuntuaðgerðir eru framkvæmdar af lýtalæknunum og er árangurinn af þeim mjög góður.  Til að meta hvort þessi aðgerð henti þér mæli ég með að þú pantir þér tíma hjá lýtalækni sem getur gefið þér allar upplýsingar.

Varðandi hárvöxtinn, sem er algengur hjá þeim sem eru með PCOS, virkar háreyðingarleysir vel. Leysirinn virkar í raun best á dökk hár og því ættir þú að vera góður kandídat í leysimeðferð. Ég mæli með að þú pantir þér viðtalstíma á læknastofum þar sem boðið er upp á háreyðingarleysimeðferð og fáir frekari upplýsingar.

Gangi þér vel með þetta!

Bestu kveðjur,

Arna Björk Kristinsdóttir húðlæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Örnu spurningu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál