Kim Kardashian í íslenskri og danskri hönnun

Kim Kardashian birti myndir af sér í bláu buxunum.
Kim Kardashian birti myndir af sér í bláu buxunum. Ljósmynd/Twitter

Athafnakonan Kim Kardashian birti myndir af sér í bláum gellubuxum og búnum rúllukragabol á samfélagsmiðlum í vikunni. Buxurnar eru frá merkinu ROTATE Birger Christensen en hin íslenska Þóra Valdimarsdóttir er listrænn stjórnandi ROTATE ásamt hinni dönsku Jeanette Madsen. 

Skærbláu latexbuxurnar eru háar í mittið og í beinu sniði. Buxurnar hafa varla farið fram hjá neinum. Auk þess að vera í rúllukragabol sem lítið bar á var hún í bláum hælum í stíl með oddmjórri tá. 

Kardashian, sem er ein frægasta kona í heimi, er með 192 milljónir fylgjenda á Instagram. Innlegg Kardashian var komið með yfir eina og hálfa milljón af „lækum“ eftir einn dag. mbl.is