Hvers vegna retanól og C-vítamín á húðina?

Fleur Kaan/Unsplash

Hvað getum við gert til að næra húðina á kaldasta og oft mest stressandi tíma ársins sem desember er? Bára Hafsteinsdóttir snyrtifræðingur hjá Lancôme mælir með því að nota retanól og C-vítamín saman til þess að hressa upp á húðina. 

„C-vítamín og retanól eru húðfegrandi efni sem vinna mjög vel saman og fylla húðina ljóma og bæta áferð hennar. Visionnaire skin solutions C-vítamín frá Lancôme er fersk og létt formúla sem inniheldur 15% hreint C-vítamín og getur umbreytt húðinni verulega. Það hefur verið sýnt og sannað að C-vítamín gerir húðina bjartari og minnkar skemmdir af völdum sindurefna. Með reglulegri notkun ættu fínar línur og hrukkur að verða minna sjáanlegar, húðin ætti að fyllast ljóma ásamt því að C-vítamín er góð forvörn gegn dökkum blettum,“ segir Bára.

Hún segir að C-vítamín sé mjög viðkvæmt og líftími þess stuttur. Það er einmitt vegna þess sem Lancôme setur formúluna í tvö glös í hverri pakkningu svo hún er alltaf eins fersk og hægt er.

„Serumið er borið á hreina þurra húð að morgni og því leyft að ganga vel niður í húðina áður en haldið er áfram með húðrútínuna, hver sem hún er. Sem dæmi má nefna rakaserum, dagkrem og að lokum góða sólarvörn. C-vítamín hentar flestum húðgerðum og er eðlilegt að finna létt kitl rétt á meðan það gengur inn í húðina,“ segir Bára og bendir á að sólarvörn skipti máli allan ársins hring, líka í svartasta skammdeginu því sólarvörn sé forvörn gegn öldrun húðarinnar.

Til þess að verða alveg upp á 10 í jólaboðunum mælir Bára með því að nota retanól á húðina samhliða C-vítamíninu.

„Visionnaire Lancôme night concentrate er retanól með 0,2% styrkleika og er mjög stöðugt og hreint. Retanól er ekki einungis fyrir þroskaða húð eða bóluhúð, flestir geta notað það en lykillinn er að byrja rólega og vinna upp þol í húðinni svo ekki skapist erting. Byrjið varlega, til dæmis annað eða þriðja hvert kvöld, og aukið upp í 5-6 skipti í viku. Það er mjög gott að hvíla húðina frá retanóli 1-2 sinnum í viku,“ segir Bára.

Retanól er mjög öflugt efni gegn öldrun húðar, það flýtir fyrir losun á dauðum húðfrumum í efsta húðlaginu og um leið framleiðir húðin nýtt kollagen sem þá um leið minnkar sjáanlega fínar línur, dökka bletti og afhjúpar fallegan ljóma í húðinni.

„Retanól er mjög gott fyrir bóluhúð því það minnkar fituframleiðslu í húðinni. Þess vegna er eðlilegt að flagna aðeins á meðan húðin er að venjast þessari nýju meðferð en flögnunin ætti síðan að hætta.

Áður en við förum að sofa ættum við alltaf hreinsa húðina vel, jafnvel þótt við séum ekki með farða. Yfir daginn setjast alls konar óhreinindi á húðina, örsmáar sótagnir, ryk og fleira. Húðvörurnar okkar nýtast húðinni miklu betur ef hún er laus við þessi óhreinindi. Alltaf á að setja retanól á hreina þurra húð.

Notið dropa á stærð við nögl á litla fingri af retanólinu og dreifið á andlitið (forðist augn- og varasvæði). Það er sniðugt að leyfa því að virka í allavega 20 mínútur áður en við setjum næsta skref í húðrútínunni á, það getur verið serum og næturkrem eða bara nærandi næturkrem,“ segir hún og bendir á að retanól henti ekki öllum en meiri líkur eru á að engar aukaverkanir fylgi ef fólk byrjar rólega eins og lýst er hér að ofan.

„Ávinningurinn af því að nota C-vítamín á morgnana og retanól á kvöldin er óumdeilanlegur, munum bara að nota góða sólarvörn á daginn því hún er okkar besta forvörn gegn öldrun og skemmdum í húð.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »