Þvengkjóllinn heldur velli

Dua Lipa birti myndir af sér í þvengkjól á Instagram.
Dua Lipa birti myndir af sér í þvengkjól á Instagram. Samsett mynd

Tónlistarkonan Dua Lipa er þekkt fyrir að vera með puttann á púlsinum þegar kemur að því heitasta heita þegar tískan er annars vegar. Lipa birti í vikunni mynd af sér í þvengkjól en sniðið hefur verið vinsælt að undanförnu og virðist ætla að halda velli á nýju ári. 

Lipa deildi myndum af sér í ferðalagi í Mexíkó í svörtum efnislitlum síðkjól. Kjóllinn er frá merkinu Mônot sem er lúxusmerki líbanska fatahönnuðarins Eli Mizrahi. Kjóllinn sem Lipa klæddist var svartur, klipptur og skorinn að framan ef svo má að orði komast. Hann var nokkuð ber í bakið en þar glitti í þveng með skrauti.

Stórstjörnur hafa keppst við að klæðast eins sniði. Söngkonan Beyoncé klæddist kjól í sama stíl eft­ir banda­ríska hönnuðinn Christoph­er John Rogers í des­em­berút­gáfu breska Vogue í fyrra. Raunuverleikaþáttastjarnan Kim Kar­dashi­an klædd­ist svipuðum kjól frá Gi­venc­hy. Fyrirsætan Hailey Bieber klæddist einnig kjól með fallega skreyttum þveng frá Alexander Wang. 

View this post on Instagram

A post shared by DUA LIPA (@dualipa)

View this post on Instagram

A post shared by Mônot (@monotofficial)mbl.is