Stal senunni í netakjól

Dua Lipa stal senunni á Grammy-verðlaunahátíðinni.
Dua Lipa stal senunni á Grammy-verðlaunahátíðinni. Samsett mynd/AFP

Grammy-verðlaunahátíðin fór fram í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Vegna kórónuveirunnar fór hátíðin fram með óhefðbundnu sniði en þrátt fyrir það gátu stjörnurnar klætt sig upp í sitt fínasta púss og gengið rauða dregilinn. 

Söngkonan Dua Lipa stal senunni á rauða dreglinum í bleikum netakjól frá Versace. Kjóllinn minnir örlítið á kjól hafmeyju en hann er með hárri klauf.

Tónlistarkonan Taylor Swift vakti líka athygli en hún kom eins og vorið holdi klætt í fallegum blómakjól frá Oscar de La Renta. Hinn breski Harry Styles vakti sömuleiðis athygli en hann klæddist gulköflóttum jakka, brúnum buxum, bleiku prjónavesti og var með fjólubláan fjaðratrefil við.

Tónlistarkonan Dua Lipa stal senunni í þessum gullfallega kjól frá …
Tónlistarkonan Dua Lipa stal senunni í þessum gullfallega kjól frá Versace. AFP
Taylor Swift í kjól frá Oscar de la Renta.
Taylor Swift í kjól frá Oscar de la Renta. AFP
Beyoncé Knowles í leðurdressi.
Beyoncé Knowles í leðurdressi. AFP
Harry Styles.
Harry Styles. AFP
Söngkonan Megan Thee Stallion í appelsínugulum kjól frá Dolce & …
Söngkonan Megan Thee Stallion í appelsínugulum kjól frá Dolce & Gabbana. AFP
Billie Eilish í dragt frá Gucci með grímu og hatt …
Billie Eilish í dragt frá Gucci með grímu og hatt í stíl. AFP
Söngkonan Phoebe Brigdes í kjól frá Thom Browne.
Söngkonan Phoebe Brigdes í kjól frá Thom Browne. AFP
Söngkonan H.E.R. sótti innblástur í 9. áratuginn.
Söngkonan H.E.R. sótti innblástur í 9. áratuginn. AFP
Tónlistarkonan Lizzo í kjól frá Balmain.
Tónlistarkonan Lizzo í kjól frá Balmain. AFP
Söngkonan Noah Cyrus í stórum kjól frá Schiaparelli Couture með …
Söngkonan Noah Cyrus í stórum kjól frá Schiaparelli Couture með einskonar vængi. AFP
mbl.is