Katrín og Kári með eins fatastíl

Katrín hertogaynja af Cambridge og Kári Stefánsson eins klædd með …
Katrín hertogaynja af Cambridge og Kári Stefánsson eins klædd með hendur í svipaðri stöðu. Samsett mynd

Svartar rúllukragapeysur eru hæstmóðins í dag. Kári Stefánsson, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, og Katrín hertogaynja af Cambridge klæddust svörtum rúllukragapeysum í vikunni. Bæði eru þekkt fyrir góðan fatastíl. 

Kári mætti í Kastljós Ríkisútvarpsins á miðvikudag í svartri rúllukragapeysu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kári sést í slíkri flík. Í gær birtist svo Katrín hertogaynja í svörtum rúllukragabol í myndbandi þar sem hún og eiginmaður hennar, Vilhjálmur Bretaprins, lögðu áherslu á að opna umræðu um geðheilbrigðismál. 

Margt framafólk er þekkt fyrir að klæðast svörtum peysum og bolum með rúllukraga. Steve Jobs stofnandi Apple var til að mynda þekktur fyrir að klæðast alltaf svörtum rúllukragabol. Ekki er vitað hvort Kári eða Katrín sæki innblástur sinn til hans. 

Hér sést Kári Stefánsson í svörtum rúllukragabol. Á myndinni með …
Hér sést Kári Stefánsson í svörtum rúllukragabol. Á myndinni með honum er Hákon Jónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Steve Jobs var alltaf í svörtum rúllukragabol.
Steve Jobs var alltaf í svörtum rúllukragabol. AFP



mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál