Næstum því hætt að versla nýtt

Jóna er dugleg að kaupa notuð föt. Jakkann keypti hún …
Jóna er dugleg að kaupa notuð föt. Jakkann keypti hún Extraloppunni og peysuna í Trendport. mbl.is/Arnþór Birkisson

Fatastíllinn minn er frekar fljótandi. Ég kaupi mér flíkur ef mér finnst þær þægilegar og flottar, ekki sérstaklega til að þær passi í fataskápinn eða inn í ákveðinn stíl sem einkennir mig. Þannig verður minn fatastíll til og það getur verið að ég mæti eitthvað fínt í samfestingi í anda níunda áratugarins eina helgina, aðra í blómakjól í anda áttunda áratugarins og þá þriðju í jakkafötum í yfirstærð. Svona hversdags eru einfaldleiki og þægindi í fyrirrúmi,“ segir Jóna um fatastíl sinn.

Þrátt fyrir að heillast af ýmsum stílum frá því á síðustu öld segir Jóna að 19. aldar tíska veki hjá sér sérstakan áhuga. „Formin á þessum kjólum sem konur gengu í eru rosaleg en það er kannski ekki beint fatastíll sem er þægilegt að klæðast eða man er í dagsdaglega! Ég hef annars mjög gaman af tískunni í kringum 2000 þar sem ég leit mikið upp til Britney Spears, Christinu Aguilera og Beyoncé á sínum tíma. Ég get samt ekki endilega valið uppáhaldstískutímabil fyrir mig til að klæðast því ég hef svo gaman af því að vera í flíkum frá hinum og þessum tímabilum. Því fjölbreyttara því betra.“

Buxurnar eru úr Topshop og jakkann fékk Jóna í Trendport …
Buxurnar eru úr Topshop og jakkann fékk Jóna í Trendport og er hann frá Monki. Markmiðið var ekki endilega að búa til dragt en Jóna segir fötin passa heppilega vel saman. mbl.is/Arnþór Birkisson

Uppáhaldsverslun?

„Hérlendis er það eflaust Extraloppan. Ég kíkti líka oft í Trendport þegar verslunin var nálægt heimili mínu – svo kíki ég stundum á fatamarkaði þegar þeir poppa upp. Erlendis var það lengi Monki og & Other Stories en ég hef undanfarin ár haft meira gaman af því að fara í hverfi þar sem „second hand“-búðir eru á götunum. Bæði umhverfisvænna og skemmtilegra!“

Jóna segir að kauphegðun sín hafi breyst mjög mikið á síðustu tveimur til þremur árum.

„Ég hef jafnt og þétt minnkað mikið verslun mína og svona næstum hætt að kaupa nýtt. Það eru helst umhverfisástæður fyrir því en mér finnst líka miklu skemmtilegra að finna einstakar flíkur á mörkuðum. Það hefur orðið enn auðveldara í faraldrinum því fólk er í auknum mæli að selja fötin sín í gegnum samfélagsmiðla. Ég keypti til dæmis dragt á Instagram sem ég held mikið upp á og var í við hátíðartilefni þegar ég tók við viðurkenningu síðasta haust.

Ég held að kauphegðun fólks sé að breytast í þessa átt, að kaupa minna nýtt og meira notað. Þess vegna ganga verslanir eins og Extraloppan og Trendport upp. Kolaportið er líka klassík og hefur staðið tímans tönn. Svo er ekkert skemmtilegra en þegar gamlar flíkur af mömmu eða ömmu Þóreyju koma að góðum notum og ég get veitt þeim áframhaldandi líf.

Ég mæli líka svo með því að geyma föt aðeins lengur en man vill stundum gera. Tískan fer svo oft í hringi og stundum mjög hratt. Það kemur mér oft á óvart hvað ég get enduruppgötvað gömul föt sem ég hélt að ég myndi aldrei nota aftur. Auk þess sem sumt sem mamma eða amma hafa geymt hefur reynst mér vel og ég get vonandi gert það sama með eitthvað af mínum fötum seinna meir.“

Grænu eyrnalokkana fékk hún í Extraloppunni.
Grænu eyrnalokkana fékk hún í Extraloppunni. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hvaða flíkur eru í uppáhaldi?

„Dökkblá Marks & Spencer-ullardragt sem ég keypti á 3.500 krónur í Trendport er í miklu uppáhaldi. Ég hef notað hana ófáum sinnum með margs konar hætti og alltaf þegar ég veit að ég þarf að standa mig og vera örugg. Dragtina í heild sinni þegar ég tók þátt í panel á COP25, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 2019, og þegar ég stýrði panel á jafnréttisþingi forsætisráðuneytisins 2020, í heimsókn á Bessastaði og fleira. Svo notaði ég eingöngu jakkann og hafði hann lokaðan í 100 ára afmælispartíi Stúdentaráðs þegar ég var forseti ráðsins. Ég notaði svo buxurnar við rúllukragapeysu þegar ég varði meistararitgerðina mína í haust. Þessi dragt hefur verið með mér í stórum verkefnum svo hún er í miklu uppáhaldi,“ segir Jóna.

„Hálsmenið keypti ég handa mér og gaf mömmu eins nema …
„Hálsmenið keypti ég handa mér og gaf mömmu eins nema í silfri í jólagjöf. Ég hef alltaf litið sérstaklega upp til hennar kvenréttindabaráttu svo mér finnst þetta men heiðra hana,“ segir Jóna. mbl.is/Arnþór Birkisson

Frakki sem Jóna fékk frá ömmu sinni er einnig í miklu uppáhaldi hjá henni. Hún segir frakkann þykkan svo hann sé hlýr auk þess sem hann er með hettu sem hentar einstaklega vel á Íslandi. Hvít peysa frá Matthildi er líka í uppáhaldi og er Jóna þess fullviss að peysan muni fylgja sér lengi. „Þar eru þægindin alla leið í gegn en hún er líka sparileg. Þannig föt verða auðveldlega í uppáhaldi hjá mér,“ segir Jóna.

„Blár samfestingur sem ég keypti af systur vinkonu minnar er held ég flík sem ég mun seint losa mig við. Hann er í mínum uppáhaldslit og er frekar einstakur og ég hef notað hann við útgáfu á Verzlunarskólablaðinu þegar ég var í ritstjórn blaðsins og á árshátíð í lögfræðinni, og svo hafa vinkonur mínar fengið hann lánaðan við góð tilefni. Fjólublár samfestingur úr Spúútnik mun held ég líka fylgja mér lengi en ég fæ alltaf mikið hrós þegar ég dreg hann fram. Sniðið er fullkomið og ég held í hann fyrir vel valin tilefni.

Ég nota líka mikið bláa dúnúlpu af mömmu sem hún keypti í Hagkaup í Skeifunni 1988 og hún er í uppáhaldi fyrir þær sakir að hafa enst svona lengi. Hún er líka æðisleg á litinn og er svolítið í þessum stíl sem úlpur sem eru komnar í búðir núna eru og eru í tísku þessa dagana.“

Bláa ullardragtin er frá Marks & Spencer en dragtina fann …
Bláa ullardragtin er frá Marks & Spencer en dragtina fann hún Trendport. Skórnir eru frá Bianco. mbl.is/Arnþór Birkisson

Síðasta haust og það sem liðið er af vetri hafa þægileg íþróttaföt komið sterk inn að sögn Jónu. „Ég fékk ótrúlega þægilega Nike-peysu frá bróður mínum í jólagjöf og svo átti amma einhverjar bestu gráu joggingbuxur sem ég veit um og hún gaf mér þær fyrir svolitlu. Fyrir utan þægindin lítur maður líka vel út í þessum joggingflíkum.“

Hvað finnst þér setja punktinn yfir-ið þegar þú gerir þig til?

„Mér finnst eyrnalokkar yfirleitt setja punktinn yfir i-ið. Ég reyni að nota flíkur bæði við tiltölulega látlaus tilefni en einnig þegar ég er að fara eitthvað fínt og þá getur skart gert gæfumuninn. Ég hef alltaf haft gaman af ýktu skarti og finnst skemmtilegt að dressa föt upp þannig.“

Peysan og buxurnar eru frá íslenska merkinu Matthildi. Frakkinn átti …
Peysan og buxurnar eru frá íslenska merkinu Matthildi. Frakkinn átti amma Jónu en hún gaf henni jakkann þegar hún var að taka til hjá sér. mbl.is/Arnþór Birkisson

Bestu kaup sem þú hefur gert?

„Fyrir utan úlpuna mína sem heldur mér hlýrri frá toppi til táar í öllu veðri þá er svört ullarrúllukragapeysa sem ég keypti af vinkonu minni eflaust einhver bestu kaup sem ég hef gert. Ég nota hana stanslaust, er í henni við fínni tilefni en líka hversdags. Svo eignaðist ég svartar, víðar, uppháar jakkafatabuxur fyrir svona sex árum og hef ekki hætt að nota þær. Þær hafa enst rosalega vel. Ég elska líka að hitta á góða skó, sérstaklega second hand, og þessir Nike-skór voru virkilega góð kaup.“

Áttu þér tískufyrirmynd?

„Ég fæ held ég mestan innblástur frá vinkonum mínum og stelst til dæmis reglulega í fataskápinn hjá Maríu Rós. Annars væri ég alveg til í að eiga flestallt sem Harry Styles klæðist.“

„Trefillinn er einn af mínum uppáhalds en ég hef í …
„Trefillinn er einn af mínum uppáhalds en ég hef í gegnum tíðina sankað treflum að mér, það er svo gott yfir veturinn að vera með góðan og hlýjan trefil,“ segir Jóna. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hvað er nauðsynlegt að eiga í fataskápnum sínum þessa stundina?

„Það sem mér finnst nauðsynlegt er hlýleg en klæðileg flík sem gengur bæði heima í notalegheit og til að fara í út úr húsi. Ég hef reglulega fengið hrós fyrir þessa gráu síðu rúllukragapeysu þótt hún hafi miklu frekar verið hugsuð sem heimapeysa þegar ég keypti hana í Trendport. Ég get því tekið kósístemninguna alla leið heima en hoppað út í hversdagsleikann í henni líka og liðið vel.“

Hvað er á óskalistanum?

„Óskalistinn minn er tiltölulega stuttur eins og er. Ég hef augun opin þessa dagana fyrir klassískum hversdagslegum skóm með flötum hæl og svo opnum háhæluðum spariskóm. Annars er ég að fara að útskrifast í sumar og er því á höttunum eftir útskriftardressi. Hvort það verður dragt eða kjóll á eftir að koma í ljós en ég er með augun opin á fatamörkuðum.“

Bláu eyrnalokkarnir voru hannaðir og gerðir af Agnesi Freyju vinkonu …
Bláu eyrnalokkarnir voru hannaðir og gerðir af Agnesi Freyju vinkonu Jónu. mbl.is/Arnþór Birkisson
Armbandið átti amma Jónu og nafna hennar og heldur Jóna …
Armbandið átti amma Jónu og nafna hennar og heldur Jóna mikið upp á armbandið. mbl.is/Arnþór Birkisson
Bláa ólin á úrinu er ekta Jóna.
Bláa ólin á úrinu er ekta Jóna. mbl.is/Arnþór Birkisson
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál