Keypti sögufræg föt á 3 milljónir

Kim Kardashian vann fötin á uppboði.
Kim Kardashian vann fötin á uppboði. AFP

Athafnakonan Kim Kardashian keypti á dögunum sögufræg föt í eigu söngkonunnar Janet Jackson á uppboði. Uppboðið var í tilefni 55 ára afmælis Jackson og fóru fötin á rúmar þrjár milljónir íslenskra króna eða 25 þúsund bandaríkjadali. 

Jackson klæddist fötunum, buxum og vesti, í tónlistarmyndbandinu It sem kom út árið 1993. 

„Til hamingju með daginn drottning. Í tilefni af afmæli Janet Jackson, því ég er svo mikill aðdáandi hennar. Trúi ekki að ég hafi unnið þetta,“ skrifaði Kardashian við myndband af Jackson í fötunum. 

Allur ágóði af uppboðinu rennur til góðgerðarsamtakanna Compassion International sem vinnur að því að aðstoða börn í neyð. 

Á uppboðinu var einnig jakki sem Jackson klæddist á tónleikaferðalagi sínu Rhythm Nation árið 1990. Sá jakki seldist fyrir 81 þúsund bandaríkjadali. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál