„Ég myndi aldrei ganga í Crocs“

Tanja Lind Fodilsdóttir markaðsstjóri NTC.
Tanja Lind Fodilsdóttir markaðsstjóri NTC.

Tania Lind Fodilsdóttir verkefnastjóri markaðsteymis NTC hefur líflegan fatastíl. Hún dýrkar stóra blazer-jakka og myndi ekki láta sjá sig dauða í Crocs skóm. 

Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl?

„Fatastíllinn minn getur verið mjög fjölbreyttur, fer eiginlega eftir skapi að hverju sinni. Ef ég ætti að lýsa honum þá myndi ég segja að fatastíllinn minn sé mjög svo afslappaður og stílhreinn með skandinavísku ívafi. Ég sækist mikið í tímalausar flíkur og er mitt „go to“ outfitt er flottur hvítur stuttermbolur parað við gallabuxur/leðurbuxur, oversized blazer og boots/strigaskó eða töffaralegur samfestingur við strigaskó – mjög svo simple og tímalaust,“ segir hún. 

Hver er þín tískufyrirmynd?

„Ég á mér engar tískufyrirmyndir þannig séð. Ég fæ mikinn innblástur frá fólki í kringum mig og umhverfinu og finnst mér rosa gaman að blanda því saman. Ég hinsvegar fylgist með nokkrum töffurum á Instagam sem ég fæ mikinn innblástur frá og eru það m.a Josefine H.J, Rosie HW og Rikke Krefting, Olsen systurnar og MVB (Maria Von Behrens). Þær eru sjúklega flottar í tauinu. Annars verð ég nú að nefna allar þær flottu konur sem ég vinn með í NTC. Þær eru allar algjörir töffarar á sinn hátt og fæ ég reglulega innblástur frá þeim,“ segir Tania. 

Hver er verðmætasta flíkin í fataskápnum?

„Dýrmætasta flíkin í skápnum er Rag & Bone jakki sem ég var að fá mér, hann er kamelbrúnn blazer-jakki og fullkomin fyrir sumarið.“

Hvað heillar þig alltaf þegar kemur að tískunni?

„Það sem heilllar mig hvað mest við tísku er hvað hún er síbreytileg og fjölbreytt. Tíska fyrir mér er tjáning persónuleikans og það er ekkert skemmtilegra en að sjá hvernig fólk tjáir sig í gegnum fatnað. Það skemmtilega við tísku er líka hvað hún er takmarkalaus, það eru engar reglur, það er ekkert rétt eða rangt þú bara klæðir þig í það sem þér finnst flott og gefur þér sjálfstraust – það er tíska fyrir mér.“

Í hvað myndir þú aldrei fara?

„Ég myndi aldrei ganga í Crocs.“

Uppáhaldsfatamerki?

„Úff þau eru nokkur. Þau merki sem ég geng í dags daglega og held mikið upp á eru klárlega Acne Studios, AllSaints, Samsøe Samsøe, Billi Bi, Malene Birger og Veja.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál