Skotheldar snyrtivörur fyrir hann!

Fyrsta skrefið er góður andlitshreinsir. Það skiptir miklu máli að þrífa húðina vel enda er umhverfið fullt af mengun og óhreinindum sem fólk mætir í daglegu lífi. Eftir þrif er húðin tilbúin að taka á móti hámarksvirkni úr kremunum sem á eftir koma. Hafðu andlitshreinsi alltaf með þér í sturtunni og húðin fer tilbúin í daginn!

Hér eru dæmi um næstu skref fyrir:

Unglinginn

sem á það til að fá bólur ...

#1 Break Out Rescue Pads

Burt með bólurnar!

Þunnar bómullarskífur sem djúphreinsa húðholur vandlega af stíflandi óhreinindum. Mildar en virkar sýrur sem slípa og jafna yfirborð húðarinnar. Notist kvölds og morgna.

#2 Zero Shine Moisturizer

Vertu glans-frír allan daginn!

Háþróuð formúla sem veitir húðinni raka, jafnar olíuframleiðslu og verndar hana frá bakteríum. Húðin helst mött án þess að þorna upp. Notist kvölds og morgna.

Piparsveininn

sem er byrjaður að fá bauga...

#1 Energizing Eye Gel

Orkuskot fyrir augnsvæðið!

Skothelt augnkrem sem mætir þörfum þreytu, streitu og slappleika. Virkar eins og sjarmur með hjálp kælikúlunnar á endanum. Notist kvölds og morgna.

#2 Energizing Gel

Orkugefandi hlaup sem hleypur inn í húðina!

Öflugur rakagjafi sem vökvar húðina þína í einu auðveldu skrefi. Inniheldur mengunarvörn sem verndar húðina gegn rýrnun. Notist eftir hreinsun kvölds og morgna.

Pabbann

sem er kominn með sínar fyrstu fínu línur ...

#1Power Infusion Concentrate

Ertu vínber eða rúsína?

Serum fer dýpra inn í húðina en önnur rakakrem og vinnur því frá rótum vandans. Sjáðu þetta fyrir þér; serumið styrkir (vínberið) í húðinni og vinnur því gegn sýnilegum öldrunareinkennum (rúsínunni). Notist kvölds og morgna fyrir hámarksvirkni.

#2Total Revitalizer

Það er aldrei of mikið af raka!

Þunnt rakakrem sem þéttir húðina, útkoman færir þér sjáanlega sterkari og stinnari húð. Formúlan dregur úr glansi en veitir öflugan raka. Notist kvölds og morgna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »