Í öðruvísi brúðarkjól og kúrekastígvélum

Gwen Stefani gifti sig um helgina.
Gwen Stefani gifti sig um helgina. AFP

Tónlistarkonan Gwen Stefani gekk í hjónaband með sveitasöngvaranum Blake Shelton á laugardaginn var. Stefani klæddist hvítu en partíkjóllinn hennar eftir Veru Wang var að öðru leyti nokkuð óhefðbundinn. 

Stefani skartaði tveimur mismunandi kjólum á brúðkaupsdaginn en báðir kjólarnir voru hannaðir af fatahönnuðinum Veru Wang að því er fram kemur á vef People. Í athöfninni var hún í hvítum síðum prinsessukjól. Íburðarmikið slör fylgdi kjólnum. Þegar leið á kvöldið skipti hún yfir í styttra og rokkaðra pils sem er í takt við persónuleika hennar. Hún var í hvítum kúrekastígvélum við. 

Shelton var í nokkuð einfaldari fötum en hann var í dökkbláum gallabuxum við jakkafatajakka og vesti. 

Hér fyrir neðan má sjá myndir sem Stefani og Vera Wang hafa birt á samfélagsmiðlum sínum. 

View this post on Instagram

A post shared by Vera Wang (@verawang)

View this post on Instagram

A post shared by Vera Wang (@verawang)

View this post on Instagram

A post shared by Gwen Stefani (@gwenstefani)

View this post on Instagram

A post shared by Gwen Stefani (@gwenstefani)


mbl.is