Fór í brjóstaminnkun

Rachel Bloom lét minnka brjóst sín.
Rachel Bloom lét minnka brjóst sín. Skjáskot/Instagram

Leikkonan og grínistinn Rachel Bloom hefur látið minnka brjóst sín. Bloom ákvað að láta minnka brjóstin eftir að þau breyttust mikið þegar hún gekk með dóttur sína og var með hana á brjósti. 

Bloom sagði frá ákvörðun sinni í færslu á Instagram þar sem hún sýndi myndir fyrir aðgerðina og eftir. Fyrir meðgönguna notað Bloom brjóstahaldara í stærð DD eða DDD. Á meðgöngunni stækkuðu þau mikið og fór hún upp í stærð G í brjóstahaldara. 

„Ég fór að fá sár undir brjóstunum, verki í herðarnar og hálsinn og svitnaði mikið á nóttunni (gat ekki sofnað nema vera með kodda á milli brjóstanna),“ sagði Bloom í færslunni.

Hún óskaði eftir því við lækna að fara aftur í stærðina sem hún var í fyrir meðgönguna eða aðeins minni. „Sárin eru enn að gróa svo við sjáum hvað setur, en mér líður allavega betur og finn fyrir létti,“ skrifaði Bloom. 

mbl.is