Litaðar gallabuxur, kaðlapeysur og vesti

Ása Björg Tryggvadóttir markaðsstjóri Bestseller var á tískuvikunni í Kaupmannahöfn.
Ása Björg Tryggvadóttir markaðsstjóri Bestseller var á tískuvikunni í Kaupmannahöfn.

Það er alltaf jafnspennandi að vita hvernig tískan verður næstu misseri. Ása Björg Tryggvadóttir markaðsstjóri Bestseller veit allt um tískuna næsta vor því hún er nýkomin heim af tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Hún segir að litaðar gallabuxur séu að komast aftur í tísku.  

„Á tískuvikunni í Kaupmannahöfn vorum við að heimsækja okkar birgja hjá Bestseller sem koma saman í Kaupmannahöfn á þessum tíma ársins í stóru stórkostlega fallegu húsi á Bredgade í miðborg Kaupmannahafnar,“ segir Ása sem var á tískuvikunni til að kaupa inn vörur fyrir næsta ár fyrir Bestseller. Hún segir að miklir litir verði áberandi á næsta ári og miklu minna um munstur. 

„Það sem var gaman að sjá aftur voru til dæmis gallabuxur í öllum litum,“ segir Ása.

Þegar hún er spurð út í hvaða litir hafi verið mest áberandi nefnir hún afar fallegan appelsínugulan ásamt skærbleikum og að þessir tveir litir hafi verið notaðir mikið saman. 

„Það er líka fallegt að blanda þessum appelsínugula lit við bláan lit eða jafnvel jarðliti,“ segir hún og nefnir að haustið í haust verði svolítið grænt og sá litur muni halda áfram út næsta ár. 

Þegar Ása er spurð að því hvort eitthvað hafi komið á óvart nefnir hún að stutt vesti hafi verið nokkuð áberandi. 

„Nýjung sem ég er spennt að sjá eru stutt vesti sem eru voða vinsæl í Danmörku. Sum eru bara úr venjulegu efni en önnur eru vatteruð. Þau eru mjög flott yfir kjóla og skyrtur. Svo er áhugavert að sjá að allar gallabuxur eru víðar. Við hlökkum til að sjá það trend koma til baka á Íslandi,“ segir hún. 

Aðspurð um jólatískuna segir Ása að það verði mikið um pallíettur og glitrandi efni og hún geti ekki beðið eftir að fá þær sendingar í hús. 

Hvern dreymir ekki um kaðlapeysu við lituðu gallabuxurnar.
Hvern dreymir ekki um kaðlapeysu við lituðu gallabuxurnar.
Gallabuxur í bleikum, grænum og appelsínugulum ltum verða áberandi næsta …
Gallabuxur í bleikum, grænum og appelsínugulum ltum verða áberandi næsta vor.
Röndótt fer vel við gulltölur.
Röndótt fer vel við gulltölur.
Í vortískunni verður mikið appelsínugult og bleikt.
Í vortískunni verður mikið appelsínugult og bleikt.
Þessi himinblái litur verður töluvert áberandi í Vero Moda.
Þessi himinblái litur verður töluvert áberandi í Vero Moda.
Þessi græni litur mun láta sjá sig næsta vor.
Þessi græni litur mun láta sjá sig næsta vor.
Fjólublátt og beige-litað er fallegt saman.
Fjólublátt og beige-litað er fallegt saman.
Vatteruð vesti eru að komast aftur í móð.
Vatteruð vesti eru að komast aftur í móð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál