Katrín endurnýtti 2.500 króna kjólinn

Katrín hefur áður sést í þessum kjól frá Zöru.
Katrín hefur áður sést í þessum kjól frá Zöru. AFP

Katrín hertogaynja, ein best klædda kona heims, sló í gegn í dag þegar hún mætti í háskólaheimsókn í London í gömlum kjól úr Zöru. Katrín á það til að sjást bara einu sinni opinberlega í hverri flík og eru fötin gjarnan rándýrar merkjavörur sem fáir hafa efni á. 

Katrín sást fyrst í kjólnum úr Zöru í opinberri heimsókn í Bradford ásamt eiginmanni sínum, Vilhjálmi Bretaprins, í byrjun síðasta árs. Þegar Katrín klæddist kjólnum var hann kominn á útsölu og kostaði litlar 2.500 krónur eins og Smartland greindi frá. Upphaflega kostaði kjóllinn hins vegar um 14.400 krónur. 

Katrín valdi gráa pinnahæla frá Hugo Boss við kjólinn í dag en í fyrra klæddist hún svörtum skóm með þykkari hæl. Hertogaynjan var með svarta grímu í heimsókninni. 

Katrín hertogaynja í gráum skóm við klassískan kjólinn.
Katrín hertogaynja í gráum skóm við klassískan kjólinn. AFP
Katrín hertogaynja.
Katrín hertogaynja. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál