Breyttu einfaldri haustförðun í dramatískt „smokey“

Þegar hausta tekur eru margir sem vilja breyta til í förðun og fara úr léttum, ljómandi litum yfir í dýpri og mattari tóna. Brúnir, gylltir og gráir litir eru alltaf áberandi á haustin en í ár þykja grænir og bláir tónar móðins. Lancôme fylgir þessari stefnu og hefur nú gefið út tvær nýjar formúlur í augnblýöntum, nýjar augnskuggapallettur, maskara og förðunarbursta. 

Litaður augnblýantur hefur verið mikið í tísku og heldur áfram að gera allt vitlaust í förðunarheiminum. Ef þú vilt hressa upp á útlitið skaltu grípa brúnan, bláan eða grænan augnblýant í staðinn fyrir klassíska svarta til að poppa upp augnförðunina. Le stylo og Liquid Drama-blýantarnir frá Lancôme koma í öllum litum, bæði mattir og sanseraðir, sem jafnvel mætti blanda saman fyrir skarpari augnförðun.

Byrjaðu á því að draga blýantinn eftir augnháralínunni og notaðu svo förðunarbursta nr. 14 til að blanda formúluna fyrir „smokey“-línu.

Settu blýantinn í eyeliner-bursta nr. 14 til að gera vængjaða eða jafnvel listrænni línu.

Oft þarf ekki meira en tvo liti úr augnskuggapallettu til að breyta einfaldri augnförðun í fágaðri förðun fyrir matarboðið án þess að þrífa förðun dagsins af augunum.

GOLDEN KAKI augnskuggapallettan hefur að geyma fallega liti.
GOLDEN KAKI augnskuggapallettan hefur að geyma fallega liti.

Notaðu fyrsta og fjórða litinn í augnskuggapallettu GOLDEN KAKI, fjórða litinn í skyggingarlínuna og ljósa litinn yfir augnlokið, í augnkrókinn og undir augabrún.

Ef þú vilt fara alla leið úr einföldum eyeliner yfir í dramatískt „smokey“-lúkk getur þú valið Liquid Drama-augnblýant í þínum uppáhaldslit og umbreytt förðuninni.

Dragðu blýantinn yfir allt augnlokið og notaðu bursta nr. 13 til að blanda litnum frá augnháralínu upp að glóbus. Notaðu svo samsvarandi lit í augnskugga til að blanda og mýkja litinn í glóbuslínunni með bursta nr. 11.

Settu augnblýantinn í vatnslínuna fyrir enn skarpari augnförðun og toppaðu með extra svörtum Hypnôse-maskara.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »