Svona farðaði Agnes fyrirsætur Michael Kors

Agnes Björgvinsdóttir farðaði fyrirsætur Michael Kors í James Bond verkefni …
Agnes Björgvinsdóttir farðaði fyrirsætur Michael Kors í James Bond verkefni sem fór fram hér á landi í október. Samsett mynd

Förðunarfræðingurinn Agnes Björgvinsdóttir var ein af fjórum förðunarfræðingum sem unnu við tökur tískurisans Michael Kors sem fóru fram hér á Íslandi í október. Tökurnar voru einnig í samstarfi við vörumerki James Bond en fyrirsæturnar voru sex heimsþekktir áhrifavaldar. 

Agnes útskrifaðist sem förðunarfræðingur frá Makeupstudio Hörpu Kára og hefur fengið fjölda verkefna í tengslum við skólann eftir útskrift. „Þetta var spennandi og risastórt tækifæri, ég viðurkenni það að ég ofhugsaði þetta alveg í fyrstu en maður verður að grípa tækifærin þegar þau gefast,“ segir Agnes í viðtali við Smartland. 

Það var stíll yfir teymi Michael Kors x 007.
Það var stíll yfir teymi Michael Kors x 007.

Hún og förðunarfræðingurinn Sóley Ólöf Rún Guðmarsdóttir fylgdu teyminu allan þann tíma sem það var á Íslandi en förðunarfræðingarnir Sif Bachmann og Lena Björk Pétursdóttir Dam unnu einnig að verkefninu. Tökurnar fóru meðal annars fram á ION Adventure-hótelinu og í Sky Lagoon. 

Agnes segir það hafa verið ótrúlega upplifun að fá að vera hluti af og fylgjast með tökum hjá risastóru alþjóðlegu fyrirtæki. „Þetta er auðvitað risastórt batterí en skipulag og fagmannleiki fram í fingurgóma,“ segir Agnes. 

Tökurnar fóru meðal annars fram í Sky Lagoon.
Tökurnar fóru meðal annars fram í Sky Lagoon.

Góður grunnur lykillinn

„Stelpurnar voru í myndatökum allan daginn og langt fram á kvöld alla dagana. Grunnurinn og húðvinna skipti því gríðarlega miklu máli upp á að myndast vel og endinguna að gera. Förðunin átti það sameignlegt að vera létt og eiga að kalla fram ljóma. Ég notaði mikið af kremvörum en þær koma svo fallega út á myndum og gefa þetta fríska útlit sem er mjög eftirsótt í dag,“ segir Agnes. 

Fyrir tökurnar í Sky Lagoon notaði hún farðann Shiseido Synchro Skin Radiant Lifting en það er hennar uppáhaldsfarði. Hann notar hún undantekningarlaust og breytir magninu eftir því hvaða útliti hún sækist eftir hverju sinni. 

Shiseido Synchro Skin Radiant Lifting er uppáhalds farði Agnesar.
Shiseido Synchro Skin Radiant Lifting er uppáhalds farði Agnesar.

Hún notaði einnig RMS Beauty Buriti bronzer og Lip2Cheek Balm í litnum promise. „Kinnaliturnn var notaður á stærra svæði en venjulega til að kalla fram roðann sem ýtir undir frísklegt útlit eins og sjá má á myndunum.“

Þá notaði hún All Hours-púðrið frá Yves Saint Laurent og hyljarann í sömu línu. Þá brúnan augnskuggagrunn og brúnan vatnsheldan liner í bæði augnhárarót og innri efri votlínu til að skapa dýpt. Maskarinn var sömuleiðis vatnsheldur.

Agnes setti kinnalitinn yfir stærra svæði en vanalega til að …
Agnes setti kinnalitinn yfir stærra svæði en vanalega til að ná fram þessu útliti.

„Við Sóley unnum saman að þessari förðun enda er það oft þannig í svona verkefnum að við erum að vinna í stuttan tíma og þá er gott að gera skipt með sér verkum,“ segir Agnes. 

Í tökum sem fara fram á fjölbreyttum stöðum þarf að vera með gott skipulag. „Þú veist samt ekki 100% hvað þú ert að fara út í eins og svo oft áður með þessi verkefni og því skiptir undirbúningur miklu máli. Eins held ég að númer eitt, tvö og þrjú sé að hafa gaman af því sem þú ert að gera, það er erfitt að aðlaga sig verkefninu og umhverfinu ef þú gefur þig ekki alla í það. Málið er að vera í núinu, treysta á sjálfan sig og njóta þess,“ segir Agnes. Hún mælir með Mykitco-töskum úr versluninni Eliru í Smáralind.

Hægt er að fylgjast með förðunarævintýrum Agnesar á @byagnesbjorgvins.

Skipulagið er mikilvægt í tökum sem þessum.
Skipulagið er mikilvægt í tökum sem þessum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál