Í skotheldum kjól við innsetningarathöfnina

Lady Gaga klæddist kjól frá Schiaparelli við innsetningarahöfn Joes Biden …
Lady Gaga klæddist kjól frá Schiaparelli við innsetningarahöfn Joes Biden í janúar. AFP

Leik- og söngkonan Lady Gaga þurfti að hugsa út í margt þegar hún valdi sér kjól til að vera í við innsetningarathöfn Joes Biden Bandaríkjaforseta í janúar síðastliðinn. Gaga valdi sér einstaka hönnun Schiaparelli en fyrir utan það að vera fallegur var hann einnig skotheldur. 

Hönnuðurinn Daniel Roseberry skapaði kjólinn fyrir Gaga undir merkjum Schiaparelli. Hann er samsettur úr dökkbláum jakka og rauðu silkipilsi. Hún gerði ekki grein fyrir hvernig kjóllinn var gerður skotheldur. 

„Þetta er einn af mínum uppáhaldskjólum. Ég var hönnun Schiaparellis við innsetningarathöfnina og það veit enginn þetta, en hann er skotheldur,“ sagði Gaga í viðtali við breska Vogue.

Við kjólinn var Gaga svo með stóra nælu, gyllta dúfu, sem lá yfir brjóst hennar. Hún segist alveg hafa fallið fyrir dúfunni og fundist hún fullkomin fyrir þetta tækifæri. Gaga flutti þjóðsöng Bandaríkjanna við athöfnina.

Kjóllinn var skotheldur.
Kjóllinn var skotheldur. Skjáskot/Instagram
mbl.is