Litaði lokkana græna eftir sambandsslitin

Camilla Cabello litaði hárið grænt eftir sambandsslitin.
Camilla Cabello litaði hárið grænt eftir sambandsslitin. skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Camila Cabello frumsýndi nýtt hár um helgina. Cabello litaði hár sitt myntu grænt og klæddist kjól í sama lit í stíl. Tónlistarkonan sleit sambandi sínu við tónlistarmanninn Shawn Mendes. 

Cabello skartaði áður dökku hári en hún greindi ekki frá því hvort litunin væri bara tímabundin eða komin til að vera. 

Hárið vakti athygli hjá aðdáendum hennar á Instagram og sögðu margir hana líta vel út eftir sambandsslitin. „Ég er allt í lagi þegar ég tek mig til,“ skrifaði hin 24 ára gamla söngkona.

Mendes og Cabello höfðu verið saman síðan 2019 en það ár gáfu þau út sumarsmellinn Senorita. 

Skjáskot/Instagram
mbl.is