Helga Karólína opnar snyrtibudduna

Helga Karólína segir náttúrulegt útlit og ljómandi húð vera í …
Helga Karólína segir náttúrulegt útlit og ljómandi húð vera í tísku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Helga Karólína Karlsdóttir, verkefnastjóri á Landspítalanum og förðunarfræðingur, leggur mikið upp úr frísklegri og náttúrulegri förðun. Hyljarinn er hennar sterkasta vopn en hún segir vatnsdrykkja og hreinsi- og rakakrem líka skipta máli þegar útlitið er annars vegar. 

„Ég passa að þrífa húðina kvölds og morgna ásamt því að bera viðeigandi krem. Ég er dugleg að drekka vatn, hreyfa mig og er markvisst að reyna að minnka streitu,“ segir Helga þegar hún er spurð að því hvernig hún hugsar um útlitið. 

Hvernig málar þú þig dagsdaglega?

„Ég set alltaf á mig brúnan eyeliner, er núna að nota Hyper Precise All day Liquid Liner frá Maybelline í brúna litnum, en maður er enga stund að gera góðan „wing“ með honum. Skelli á mig maskara og lituðu augabrúnageli. Einnig nota ég alltaf Pro Longwear Concealer frá MAC undir augun og ef ég set á mig farða nota ég dropa af Sensei bronzing gelinu, litinn Amber Bronze, út í farðann Teint Idole Ultra Wear sem ég dýrka og gefur manni „glowy og bronze-að look“. Ég er reyndar aðeins núna að reyna að hvíla húðina þar sem ég er með grímu á mér allan daginn í vinnunni, en þá þarf heldur betur að leggja áherslu á augun.“

Helga notar dropa af bronzing geli frá Sensai út í …
Helga notar dropa af bronzing geli frá Sensai út í farða. mbl.is/Kristinn Magnússon

En þegar þú ferð eitthvað spari?

„Ég bæti oftast við stökum augnhárum, uppáhaldið mitt er Duos&Trios frá Eyelure. Vel oftast dökkbrúnan mattan augnskugga til að skyggja með og ljóst pigment í augnkrókinn. Ég legg einnig mikla áherslu á ljómandi og frísklega húð og bæti þá við fljótandi highlighternum frá Becca í litnum Opal ofan á kinnbein og skyggi húðina með vinsæla krembronzernum Tan de Soleil frá Chanel. Ég vel oftast gloss frekar en varalit og þá er Fortune Cookie frá NYX oftar en ekki fyrir valinu.“

Tan de Soleil frá Chanel.
Tan de Soleil frá Chanel. Ljósmynd/Chanel

Hvað tekur það þig langan tíma að gera þig til?

„Það fer alveg eftir tilefni og tíma. Ég get verið 40 mínútur en ef ég er á góðum tíma get ég alveg tekið dágóðan klukkutíma til einn og hálfan tíma með hári.“

Hvað finnst þér vera í tísku núna?

„Mér finnst vera mest áberandi núna síðasta árið náttúrulegt, „soft look“ með áherslu á ljómandi húð, fallegum náttúrulegum augabrúnum og glossuðum vörum.“

Er eitthvað sem er dottið úr tísku?

„Klárlega mikil, dökk skygging og massíft skarpur og dökkur augnskuggi, sem betur fer! Allt í dag er svo „smooth“ og ferskt.“

Helga þarf að vera með grímu í vinnunni og leggur …
Helga þarf að vera með grímu í vinnunni og leggur meiri áherslu á augun í staðinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Velur þú snyrtivörur út frá því hvort þær séu umhverfisvænar? 

„Ég er meðvituð um það en mætti sjálfsagt taka mig á í því, auðvitað skiptir það miklu máli.“

Hvernig hugsar þú um húðina?

„Ég nota einskonar „hreinsisalva“ ef það er orð frá Clinique sem heitir Take the day off og síðan andlitshreinsinn frá Origins Frothy Face Wash sem gerir húðina svo hreina og ferska. Ég nota síðan rakaserum frá The Ordinary, Hyaluronic Acid og eitthvað djúsí andlitskrem sem ég rótera.“

Helga notar Nordic Skin Peel frá skyn Iceland þegar hún …
Helga notar Nordic Skin Peel frá skyn Iceland þegar hún dekrar við sig. Hún notar einnig rakaserumið Hyaluronic Acid frá The Ordinary. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvað gerir þú til að dekra við þig?

„Ég er mikið að nota núna maskana frá Bláa Lóninu, Silica mud mask og Mineral maskann. Einnig hef ég lengi dýrkað djúphreinsimaskann frá Origins sem heitir Retexturizing Mask með Rose Clay. Í öllum dekurstundum nota ég einnig Nordic Skin Peel skífurnar frá skyn Iceland og baða húðina í raka með rakaserumi og olíum.“

Hvað finnst þér skipta máli að eiga í snyrtibuddunni?

„Klárlega góður hyljari! Hyljari getur gert kraftaverk og góður rakamikill gloss.“

Helga notar frekar gloss en varalit.
Helga notar frekar gloss en varalit. Ljósmynd/NYX

Uppáhaldssnyrtivaran?

„Ég myndi segja Liquid highlighterinn frá Becca í litnum Opal og Prep & prime highlighterinn frá MAC í litnum Lightboost, en hann lýsir upp svæði. Ég nota það eftir ég hef sett farða og hyljara aðeins til að lýsa upp svæðið undir augunum. Þetta eru þær vörur sem mér finnst setja punktinn yfir i-ið á öllum förðunum.“

Helgu langar í brúnkusprey fyrir veturinn.
Helgu langar í brúnkusprey fyrir veturinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvað dreymir þig um að eignast í snyrtibudduna fyrir veturinn?

„Það sem er á óskalistanum er Algae andlitsolían frá Bláa Lóninu og augnpenninn frá BioEffect fyrir extra rakaboost í vetur. Einnig brúnkuspreyið frá Marc Inbane til að fríska upp á mann á gráum dögum, alveg frekar mikilvægt.“

mbl.is