Brúnkurútína Selmu Björnsdóttur

Selma Björnsdóttir.
Selma Björnsdóttir.

Selma Björnsdóttir, fjöllistakona, situr ekki auðum höndum þessa dagana, en hún eyðir vinnudeginum ýmist í stúdíóinu, leikhúsinu eða veislu- og tónleikasölum borgarinnar. Selma leggur mikið upp úr frísklegu útliti og fór nýlega að nota brúnkuvörur frá Marc Inbane. 

Hvað ertu að gera þessa dagana og hvaða verkefni eru framundan?

„Í haust frumsýndi ég Bíddu Bara í Gaflaraleikhúsinu sem er gleðileikur fyrir glaðsinna grindarbotna. Ég, Salka Sól og Björk Jakobs skrifuðum þetta grínverk og sömdum tónlistina. Það er bara allt uppselt og var verið að henda inn auka sýningum núna því þetta er búið að fá svo fínar viðtökur og frábæra dóma. Svo eru náttúrulega veislur að fara í gang og ég er að fara að veislustýra og syngja út um allt. Svo er ég alltaf að gifta fólk og ferma börn og gefa börnum nafn. Núna var ég að koma úr  myndatöku fyrir Dívu-tónleika og ég tek líka þátt í jólatónleikunum. Í apríl er ég að fara að leikstýra 50 ára afmæli ABBA og svo er ég að fara að leikstýra Verzló. Með þessu er ég líka að leikstýra talsetningum á teiknimyndum og er t.d. að fara að leikstýra enskri talsetningu fyrir Netflix á Ófærð 3 og sá líka um enska talsetningu á Kötlu. Þannig að það er nóg að gera,“ segir Selma. 

Þessi brúnkufroða frá Marc Inbane er í uppáhaldi hjá Selmu …
Þessi brúnkufroða frá Marc Inbane er í uppáhaldi hjá Selmu Björnsdóttur.

Hver er þín uppáhaldsvara frá Marc Inbane?

„Uppáhaldsvaran mín er tvímælalaust brúnkufroðan. Það er svo auðvelt að setja hana á og hún gerir húðina á mér svo mjúka. Flest önnur brúnkukrem þurrka húðina mína og þá fer mig að klæja en þessi froða er einstaklega mjúk og endist ofboðslega vel og fer einhvern veginn jafnt af þannig að maður er aldrei skellóttur. Svo auðvitað sér maður litinn þegar maður er að bera hana á sig sem gerir gæfumuninn. Mér finnst líka góð lykt af henni en hún er mjög mild. Ég elska líka brúnkuspreyið í andlitið og er mikill aðdáandi burstans [Powder Brush]. Og litaða dagkremið – það er náttúrulega æðislegt og ég nota það á hverjum degi!“

Áttu þér einhverja brúnkurútínu?

„Já, ég á brúnkurútínu. Ég byrja á að bursta húðina mína – þurrbursta hana – og svo þegar ég er búin í sturtu ber ég brúnkuna á hreina og burstaða húðina. Mér finnst það alltaf koma best út.“

Hægt er að lesa bpro-tímaritið HÉR. 

mbl.is