Á sjötugsaldri og flottastir á tískupallinum

Kyle MacLachlan og Jeff Goldblum stálu senunni á tískusýningu Prada …
Kyle MacLachlan og Jeff Goldblum stálu senunni á tískusýningu Prada í Mílanó um helgina. Samsett mynd

Þeir Kyle MacLachlan og Jeff Goldblum stálu heldur betur senunni á tískusýningu Prada í Mílanó á Ítalíu um helgina. Leikararnir eru báðir komnir á sjötugsaldur en MacLachlan er 62 ára og Goldblum 69 ára. 

MacLachlan, sem hefur farið með hlutverk í fjölda kvikmynda og þátta undanfarin ár, negldi frumraun sína á tískupallinum í síðum svörtum frakka úr vetrarlínu Prada. Hann fullkomnaði útlitið með bláum satínbuxum og hönskum í stíl.

Goldblum, sem einnig hefur leikið í fjölda þátta og kvikmynda, klæddist svörtum frakka með loðkanti að neðan og á ermunum. Hann var einnig í svörtum rúllukragabol, buxum og skóm. 

Auk þeirra Goldblums og McLachlans gengu Sex Education-stjarnan Asa Butterfield og Love Actually-stjarnan Thomas Brodie-Sangster pallinn fyrir ítalska tískumerkið. 

Hönnuðir sýningarinnar, Miuccia Prada og Raf Simons, sögðu að línan ætti að endurspegla raunverulega menn og því hefðu þeir valið þekkta karlmenn til að sýna. „Þetta eru föt sem láta fólki líða eins og það sé mikilvægt, og þess vegna eru fötin mikilvæg, ekki eitthvað til að henda.“

Kyle MacLachlan.
Kyle MacLachlan. AFP
Jeff Goldblum.
Jeff Goldblum. AFP
Thomas Brodie-Sangster.
Thomas Brodie-Sangster. AFP
Asa Butterfield.
Asa Butterfield. AFP
Kyle MacLachlan fremstur í flokki.
Kyle MacLachlan fremstur í flokki. AFP
mbl.is