Katrín með hund í stíl við dressið

Katrín hertogaynja og hundurinn Alfie voru í stíl. Vilhjálmur Bretaprins …
Katrín hertogaynja og hundurinn Alfie voru í stíl. Vilhjálmur Bretaprins klappar hundinum. AFP

Katrín hertogaynja var í felulitum þegar hún heimsótti spítala á Englandi með eiginmanni sínum, Vilhjálmi Bretaprins, í vikunni. Katrín var í brúnni kápu, brúnu pilsi og peysu og brúnum stígvélum. Til þess að toppa allt var hin dökkhærða hertogaynja með brúnan hund í fanginu. 

Katrín var í ljósbrúnni kápu frá spænska merkinu Massimo Dutti sem er í miklu uppáhaldi hjá henni. Þerapíuhundinum Alfie leið vel í fangi Katrínar. „Þú ert svo yndislegur! Þú passar við kápuna mína,“ sagði hertogaynjan við hundinn að því fram kemur á vef Daily Mail. 

Brúna kápan er í uppáhaldi hjá Katrínu en ullardressið er …
Brúna kápan er í uppáhaldi hjá Katrínu en ullardressið er nýtt. AFP

Katrín virtist vera í nýju pilsi og nýrri peysu en um er að ræða sett frá Iris & Ink sem selur sjálfbærar klassískar vörur. Brúni rúllukragabolurinn sem Katrín var í kostar 145 pund eða um 25 þúsund krónur. Hún var í pilsi í stíl en pilsið kostar 165 pund eða tæplega 30 þúsund krónur. Fötin henta fullkomlega fyrir árstímann enda úr merinóullarblöndu.

Katrín með Vilhjálmi eiginmanni sínum. Hún er í brúnu pilsi …
Katrín með Vilhjálmi eiginmanni sínum. Hún er í brúnu pilsi og rúllukragabol. AFP
Katrín hertogaynja klæddist þessu brúna dressi frá Iris & Ink.
Katrín hertogaynja klæddist þessu brúna dressi frá Iris & Ink. Ljósmynd/The Outnet 

mbl.is