Angaðu eins og útsprungin rós í fullum skrúða

Nýjasti ilmurinn úr smiðju Burberry er dásemdin ein.
Nýjasti ilmurinn úr smiðju Burberry er dásemdin ein. Skjáskot/Instagram

Ilmur vekur upp minningar og kallar fram ákveðnar tilfinningar. Bæði fyrir þann sem ber ilminn á sér en ekki síður þann sem síðan finnur keiminn af honum á förnum vegi. Nýjasti dömuilmurinn úr safni tískurisans Burberry hefur afar aðlaðandi eiginleika. Ilmurinn heitir HER og er í vísun í kvenkyns persónufornafn.

Ilmurinn samanstendur af safaríkum ávöxtum og blómategundum þar sem yfirtóninn blandast af sterkum keim af perum, sólberjum, jarðaberjum, bóndarós og bleikum piparkornum. Grunntónar ilmsins eru muska og sedrusviður en ilmur muskunnar hefur lengi verið talinn veita kynþokkafull og örvandi áhrif. Ilmurinn er hrífandi og skilur skynfæri þeirra sem finna angan af honum eftir í huglægu blómahafi. 

Einstaklega safaríkur og ferskur blómailmur með sterkum ávaxtakeim.
Einstaklega safaríkur og ferskur blómailmur með sterkum ávaxtakeim. Skjáskot/Instagram/Halldór Jónsson

HER ilmurinn kemur virkilega á óvart og veitir lostafulla hamingju. Hver vill ekki ilma eins og rósabúnt í fullum skrúða beint úr blómabúð? Það er alls ekki fráhrindandi að ilma eins og blómabúð, heldur síður en svo og hætta á að þú ánetjist því. Ilmurinn verður þess valdandi að þér líður líkt og þú sér útsprungin rós á sólríkum degi.

Virkni ilmsins er langvarandi og helst í margar klukkustundir á húðsvæðunum sem úðað er á. 

Ef þú vilt dekra við lyktarskynið og hámarka hamingju þína með dömulegum og blómríkum ilmi, þá er þetta rétti ilmurinn fyrir þig.  

mbl.is