Vill frekar vera of fín

Aleksandra Agata Knasiak er 22 ára sálfræðinemi sem pælir mikið …
Aleksandra Agata Knasiak er 22 ára sálfræðinemi sem pælir mikið í tísku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sálfræðineminn Aleksandra Agata Knasiak er með puttann á púlsinum þegar kemur að tísku. Hún sækir innblástur til hversdagsfata Love Island stjörnunnar Molly-Mae Hauge en hún er einnig listrænn stjórnandi Pretty Little Things. Aleksandra hræðist ekki að vera of fín og líður stundum verr ef hún er ekki nógu fín.

Aleksandra heldur úti YouTube-rás þar sem hún leyfir fylgjendum sínum að skyggnast inn í líf sitt, en YouTube er á meðal hennar helstu áhugamála.

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum?

„Þægilegur og snyrtilegur.“

Fyrir hverju fellur þú oftast?

„Yfirhöfnum! Flottar yfirhafnir ná mér alltaf og mér finnst ég aldrei eiga nóg af þeim (sem er samt pottþétt rangt).“

Alexandra fellur oftast fyrir yfirhöfnum.
Alexandra fellur oftast fyrir yfirhöfnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvernig klæðir þú þig dagsdaglega?

„Ég klæði mig oftast í þægilegar buxur, mér finnst það mikilvægast svona dagsdaglega. Ég er mjög hrifin af Hoys buxunum frá Samsøe Samsøe og klæðist þeim mjög oft, bæði dagsdaglega og eitthvað fínna. Svo oftast er ég í einhverjum einlitum, einföldum bolum og jakka eða hettupeysu. Mér finnst flottir aukahlutir eins og veski, skartgripir eða sólgleraugu, alltaf setja punktinn yfir i-ið þegar kemur að flottum alklæðnaði. Kósýgalli lítur mjög smekklega út  ef maður bætir við sólgleraugum, eyrnalokkum og flottu veski.“

Jakkinn er úr Weekday, bolurinn frá New Yorker, buxurnar og …
Jakkinn er úr Weekday, bolurinn frá New Yorker, buxurnar og skónna fann hún í Pull&Bear, veskið eru úr Urban Outfitters en sólgleraugun H&M. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvernig klæðir þú þig þegar þú ferð eitthvert fínt?

„Mér finnst buxur og sætur toppur eða blússa mjög góður valmöguleiki þegar ég fer eitthvert fínt. En ég er alls ekki heldur hrædd við að vera of fín. Mig langar yfirleitt frekar að vera of fín heldur en ekki nógu fín. Mig langar mjög mikið að prófa mig áfram með pils og leðurstígvél núna þegar ég fer eitthvað fínt og spennt að gera það í sumar.“

Verstu fatakaupin?

„Fyrir ekki svo löngu síðan keypti ég útvíðar buxur með sebramynstri... alls ekki fyrir mig.“

Bestu fatakaupin?

„Hoys buxurnar frá Samsoe Samsoe sem ég nefndi áður, einföld svört kápa sem ég fékk í Vero Moda fyrir svolitlu síðan og kósýgalli frá Noel Studios. Ég nota þessar flíkur mjög mikið og það sést ekkert á þeim!“

Peysan er frá Metta Sport, bolurinn og buxurnar úr Berskha …
Peysan er frá Metta Sport, bolurinn og buxurnar úr Berskha og skórnir frá Nike. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvað finnst þér flott á öðrum en myndir aldrei fara í sjálf?

„Corset toppar eru gullfallegir en fara mér því miður ekki.“

Hvað er á óskalistanum fyrir sumarið?

„Vintage oversized formúlu 1 jakki (helst Ferrari) og svo mögulega sólgleraugu frá einhverju flottu merki.“

Uppáhaldsmerki?

„Mér finnst skemmtilegast að versla í Bershka, Pull&Bear og Stradivarius en uppáhalds hátískumerkið mitt hefur alltaf verið Burberry.“

Skyrtan og skórnir er úr Zöru og buxurnar Vero Moda.
Skyrtan og skórnir er úr Zöru og buxurnar Vero Moda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Uppáhaldslitir?

„Grænn, grænn, grænn og svartur.“

Ef peningar væru ekki vandamál, hvað myndir þú kaupa þér?

„Ef peningar væru ekki vandamál þá myndi ég vilja kaupa mér Cartier skartgripi og Burberry rykfrakka.“

Aleksandra sækir innblástur í hversdagsföt Love Island stjörnunnar Molly-Mae.
Aleksandra sækir innblástur í hversdagsföt Love Island stjörnunnar Molly-Mae. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvaðan sækir þú innblástur þegar þú setur saman föt?

„Ég sæki aðallega innblástur í hversdagsfötin hennar Molly-Mae en svo líka frá fólki sem ég mæti út á götu. Ef ég sé einhvern t.d. í skólanum sem mér finnst flott klæddur, þá reyni ég kannski að púsla einhverju svipuðu saman úr skápnum hjá mér.“

Hver finnst þér vera best klædda konan í heiminum í dag?

„Kim Kardashian án efa!“

Aleksöndru finnst Kim Kardashian vera best klædda kona heimsins í …
Aleksöndru finnst Kim Kardashian vera best klædda kona heimsins í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is