Tímalaus förðun fyrir brúðkaupsdaginn

Birkir Már Hafberg segir að brúðarförðun þurfi að vera náttúruleg.
Birkir Már Hafberg segir að brúðarförðun þurfi að vera náttúruleg.

Birkir Már Hafberg förðunarmeistari dýrkar létta og fallega förðun á brúðkaupsdaginn. Hann segir að brúðarförðun eigi að vera tímalaus og ýti undir náttúrulega fegurð. Hann tók saman lista yfir þær vörur sem gera hverja konu að drottningu á þessum mikilvæga degi.

Shiseido Ultimune Power Infusing Concentrate

Er serum sem hentar öllum húðgerðum en það styrkir og þéttir húðina. Ég nota það á undan rakakremi til að auka virkni rakakremsins.

Clarins Extra Firming Energy dagkrem

Þetta dagkrem gefur ótrúlega fallega útgeislun og orku. Það þéttir húðina og gefur gullfallegan ljóma.

Shiseido Vital Perfection Uplifting and Firming Express Eye Mask

Á svona stórum degi þarf fólk á smá dekri að halda. Þessi augnmaski inniheldur retinól sem lyftir og sléttir augnsvæðið. Einnig birtir hann augnsvæðið og er því fullkominn að nota áður en fólk málar sig.

Guerlain L‘Or Primer

Gullfallegur primer sem sléttir áferð húðarinnar. Varan inniheldur sléttunargel sem stinnir húðina og minnkar húðholur. Ég gæti ekki lifað án hans!

Chanel N°1 Red Camellia Revitalising Foundation

Farði sem gefur húðinni geislandi ljóma. Hann er með miðlungsþekju og endist mjög vel. Formúlan er létt og sest því ekki í fínar línur.

Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing Concealer

Dásamlegur hyljari sem smitar ekki frá sér né sest ofan í fínar línur. Ég nota hann oft sem grunn fyrir augnskugga. Miðlungsþekja sem veitir náttúrulega áferð.

Soleil Tan De Chanel

Algjör „classic“ frá Chanel. Soleil Tan De Chanel er sólarpúður í kremkenndri formúlu sem veitir hið fullkomna sólkysstan ljóma. Ég nota hann á efstu punktum andlitsins.

Shiseido Minamalist WhippedPowder Blush

Kremaður kinnalitur sem er ótrúlega fallegur á húðinni og einfaldur í notkun. Formúlan er litsterk og gefur húðinni fallegan og náttúrulegan ljóma. Hægt er að dúppa honum á með fingrunum eða með kinnalitabursta.

Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing Custom Finish-púðurfarði

Kremkenndur púðurfarði sem veitir náttúrulega áferð. Það má bera hann á með bursta eða nota blautan svamp til að byggja upp þekju. Hann er silkimjúkur og gefur húðinni „airbrushed“ áferð.

Chanel Les 4 Ombres 308 Clair-Obscur

Æðisleg augnskuggapalletta frá Chanel sem inniheldur fullkomna jarðtónaliti sem ramma inn augun. Litirnir eru allir mattir og blandast eins og draumur. Ég nota ljósari litinn á augnlokinu og dekkri til að skyggja og móta.

Shiseido MicroLiner Ink – Brown

Örfínn augnblýantur sem endist í allt að 24 klukkustundir. Formúlan er mjúk og litsterk. Það er auðvelt að blanda hann ef þú vilt aðeins mildara lúkk en þegar hann þornar haggast hann ekki! Brúnn augnblýantur er uppáhaldið mitt í brúðarförðun því hann gefur augunum form á léttan og rómantískan hátt.

Guerlain Mad Eyes Mascara

Mad Eyes-maskarinn frá Guerlain gefur augnhárunum mikla fyllingu og lengir ásamt því að greiða vel úr þeim. Formúlan inniheldur nærandi efni sem þétta og lengja augnhárin líkt og serum. Ég skelli svo oft á nokkur stök augnhár áður en ég set maskara til að gefa meiri fyllingu!

Clarins Natural Lip Perfector

Natural Lip Perfector frá Clarins á heima í flestöllum veskjum landsins! Þessi gloss eru ótrúlega rakagefandi og næra varirnar allan daginn! Hann veitir létta þekju og fallegan ljóma. Mér finnst litur #01 einstaklega fallegur og fullkominn fyrir brúði!

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál