Hætti með henni því hún vildi ekki bótox

Sharon Stone.
Sharon Stone. mbl.is/AFP

Sharon Stone segir að samband sitt við yngri mann hafi fjarað út eftir að hún þvertók fyrir að fara í fegrunaraðgerðir eins og að sprauta í sig bótoxi. Þetta kemur fram í viðtali við Vogue Arabia.

Stone sem er 63 ára segir að umræðuefnið hafi borið á góma kvöld eitt þar sem kærastinn spurði hana hvort hún væri til í að fá sér bótox. 

„Það væri eflaust gott fyrir egóið þitt og mitt ef ég gerði það,“ svaraði Stone sem hitti umræddan kærasta í aðeins eitt skipti eftir samtalið.

„Þá hafði hann engan áhuga á mér lengur. Ef hann getur ekki séð meira í manni en þetta, þá má hann bara fara sína leið.“

Stone hætti alfarið að nota bótox eftir að hún fékk heilablóðfall.

„Það voru tímabil þegar ég var á hátindi frægðar að ég fékk með bótox og önnur fylliefni. Svo fékk ég heilablóðfall og það blæddi inn á heilann í níu daga. Ég þurfti að fá 300 sprautur af bótoxi til þess að láta aðra hlið andlitsins rísa á ný,“ segir Stone sem hefur eftir það tengt bótox við afar sársaukafullar aðgerðir.

View this post on Instagram

A post shared by Sharon Stone (@sharonstone)mbl.is