Viltu fá meiri ljóma á fimm mínútum?

Ef þú hefur lítinn tíma en vilt hafa heilbrigða og góða rútínu á húðumhirðu? Ef svo er þá gæti „J-Beauty“-húðrútínan verið eitthvað fyrir þig. 

„J-Beauty“ er hugtak sem notað er um japanska fegurðarsiði en þeir hafa verið lofaðir í aldanna rás. Það er ekki að ástæðulausu en niðurstöðurnar af því að nota hátæknilegar húðvörur og halda sig við reglulega húðrútínu tala sínu máli. Vísindalegar framfarir spila stórt hlutverk þegar kemur að því að velja réttar húðvörur í rútínuna og þar hefur japanska snyrtivörumerkið Shiseido ávallt verið framarlega, enda spannar saga þess 150 ár. Óhætt er að segja að fyrirtækið hafi breytt húðvöruheiminum þegar það varð fyrst til að þróa hýalúrónsýru sem ekki kemur frá dýraafurðum og eru vörur Shiseido mikið notaðar í J-Beauty. 

Nálgun J-Beauty á húðumhirðu má útskýra með hugmyndinni um mynt. Önnur hliðin á peningnum er hreinsandi og endurnýjandi á meðan hin hliðin er nærandi og verndandi. Hvoru tveggja er álíka mikilvægt í japanskri húðumhirðu og ekki hægt að sleppa öðru hvoru svo jafnvægi sé tryggt. Þó húðrútínurnar séu gjarnan settar upp skref fyrir skref þá þurfa þær ekki að taka langan tíma en árangur af þeim er silkimjúk húð.

1. Hreinsun

Byrjaðu húðrútínuna á Shiseido Complete Cleansing Micro Foam en þessi milda og nærandi hreinsifroða verndar húðina með olíuinnihaldi sínu. Formúlan fjarlægir óhreinindi og nærir á sama tíma svo tvöföld hreinsun er óþörf.

2. Mýking

The Revitalizing Treatment Softener frá Shiseido er allt-í-einni formúla sem eykur rakastig húðarinnar. Ekki skal bera þessa vöru saman við andlitsvatn heldur er þessi formúla hreinn raki fyrir húðina og undirbýr hana fyrir næstu skref. Þannig færðu meira út úr þeim húðvörum sem á eftir fylgja.

3. Verndun

Það er ástæða fyrir því að Shiseido Ultimune Power Infusing Concentrate er selt á níu sekúndna fresti um heim allan og hefur unnið til 151 alþjóðlegra verðlauna. Þessi einkaleyfisvarða formúla verndar húðina gegn bláu ljósi, mengun, umhverfisáreiti og streitu. Þetta er andoxunarmeðferð sem nota skal áður en þú berð á þig serum til að viðhalda heilbrigði húðarinnar og styrkja hana fyrir langtíma ávinning. Þetta er nauðsynlegt en fljótlegt skref til að tryggja framtíð húðarinnar.

4. Endurnýjun

Hið háþróaða andlitserumið Vital Perfection LiftDefiine Radiance serum frá Shiseido veitir ferskari og unglegri húð á aðeins 4 vikum. Formúlan er létt og nærandi og vinnur hratt á að móta andlitsdrætti, jafna húðlit, slétta og þétta.  Inniheldur watercress og c vítamín ethnyl sem vinna á að auka kollagen framleiðslu og minnka litabletti. Frá fyrstu notkun verður húðin geislandi og unglegri.

5. Sléttun

Aldrei skal sleppa augnkremi. Shiseido Vital Perfection Uplifting and firming Eye Cream má nota yfir allt augnsvæðið og veitir alhliða ávinning. Þetta létta gelkrem gengur hratt inn í húðina, veitir augunum samstundis bjartari ásýnd og dregur sjáanlega úr hrukkum á aðeins einni viku ásamt því að vinna á augnpokum, þrota og baugum.

6. Næring

Vital Perfection Uplifting and firming day cream frá Shiseido er krem kremanna. Það inniheldur það besta af tækniþróun Shiseido til að vinna gegn ótímabærum öldrunarmerkjum. Dagkrem með SPF30 sem þéttir, sléttir, jafnar og birtir húðina. Húðin fær lyft og er sléttari á aðeins einni viku. Innan við fjórar vikur er húðin þéttari og bjartari. Formúlan inniheldur virk andoxunarefni, ásamt Kurenai TruLift Complex sem þéttir húðina og styrkir. ReNeura Technology endurræsir skynjara í húðinni svo að húðrútinan skili meiri árangri.

Formúlan inniheldur SPF 25 en sólarvörn er svo gott sem heilög að morgni til í J-Beauty til að viðhalda fallegri húð.   

mbl.is
Loka