Drottning tískunnar í 70 ár

Elísabet 1. júní árið 1953.
Elísabet 1. júní árið 1953. AFP

Elísabet II. Bretadrottning heitin kunni svo sannarlega að klæða sig. Frá er fallin kona sem setti mark sitt á heiminn á ólíkum sviðum, ekki síst á tískusviðinu þar sem hún setti línurnar fyrir hvernig eigi að klæða sig á fágaðan hátt. 

Elísabet var drottning í sjötíu ár og hefur enginn þjóðhöfðingi setið jafn lengi á valdastóli. Því fylgir að til er heill hellingur af ljósmyndum.

Byrjaði allt með föður hennar

Þegar faðir hennar, Georg 6. Bretakonungur, tók við keflinu af bróður sínum sem afsalaði sér titlinum, þurfti hann að endurbyggja traust milli krúnunnar og almennings. Það gerði hann meðal annars með því að vera alltaf ákaflega vel til fara. 

Litríkar flíkur, kápur, pils, kjólar, jakkar og hattar.
Litríkar flíkur, kápur, pils, kjólar, jakkar og hattar. HEATHCLIFF O'MALLEY

Til þess að tryggja að eiginkona hans og dætur tvær væru alltaf til fyrirmyndar réði hann inn sérfræðing í kvenfatatísku, Norman Hartnell, og bauð honum á listasafnið í Buckinghamhöll til að sækja sér innblástur. Hartnell hannaði svo klæði á mæðgurnar og var stíll hans auðvitað undir áhrifum frá Viktoríutímabilinu.

Brúðkaupsdagur Elísabetar og Filippusar prins 20. nóvember 1947.
Brúðkaupsdagur Elísabetar og Filippusar prins 20. nóvember 1947. AFP

Þegar Elísabet tók við eftir skyndilegt fráfall föður síns þurfti hún að gera það sama og faðir sinn, byggja upp nýtt samband við þjóðina. Það gerði hún meðal annars í gegnum föt. Hartnell hjálpaði henni með það og útbjó til dæmis níu mismunandi kjóla fyrir krýningarathöfnina. 

Elísabet les jólasögu jólin 1971, með sonum sínum Andrési og …
Elísabet les jólasögu jólin 1971, með sonum sínum Andrési og Játvarði. AFP

Tímalaus og klassísk

Það sem Elísabet lagði áherslu á þegar kom að fataskáp sínum var að flíkurnar væru tímalausar og ekki augljóslega frá neinu sérstöku tímabili. Hún klæddist buxum ákaflega sjaldan og var heldur í pilsdrögtum eða kjólum. 

Hún kaus frekar föt með rennilás svo hún væri fljótari að skipta um föt og vildi alls ekki klæðast fötum úr efni sem krumpaðist mikið.

Drottningarmóðirin og Elísabet á 100 ára afmæli drottningarmóðurinnar í ágúst …
Drottningarmóðirin og Elísabet á 100 ára afmæli drottningarmóðurinnar í ágúst 2000. DYLAN MARTINEZ

Með hendur í vösum

Drottningin hafði mikið dálæti á flíkum með góðum vösum, sérstaklega í seinni tíð og var ástæða fyrir því. Þegar hún var ung stúlka elskaði Elísabet að stinga höndunum í vasana, en var reglulega skömmuð fyrir það af foreldum sínum. Á endanum létu þau svo sauma fyrir alla vasa svo hún myndi ekki venja sig á að stinga höndunum í vasana. 

Elísabet í fjólubláu í júní á þessu ári.
Elísabet í fjólubláu í júní á þessu ári. AFP

Á fullorðins árum sóttist drottningin í flíkur með góðum vösum og var reglulega mynduð með hendur í vösum. Í formlegri myndatöku árið 2019 lét hún meira að segja taka af sér mynd með hendurnar í vösunum. 

Í opinberri heimsókn í Brúnei árið 1998. Drottningin var heldur …
Í opinberri heimsókn í Brúnei árið 1998. Drottningin var heldur ekki feimin við að draga fram flíkur með litríku mynstri. AFP

Alls ekki beige

Það var einnig einkennandi fyrir drottninguna að hún klæddist iðulega litríkum flíkum. Grænn, gulur, blár, rauður, fjólublár, allt eru þetta litir sem drottningin klæddist reglulega. Þá paraði hún iðulega saman föt sín, hatta og skó og var því heildar útlitið alltaf upp á tíu eins og drottningu sæmir.

Drottningin var mikill grínisti og sagt er að hún hafi eitt sinn látið hafa eftir sér: „Ef ég myndi klæðast beige myndi enginn vita hver ég væri“.

Hvort sagan sé raunveruleg eða ekki á hún vel við um drottninguna. Þegar rigndi notaði hún alltaf glæra regnhlíf svo litirnir sæust í gegnum hlífina . 

Elísabet notaði alltaf glæra regnhlíf.
Elísabet notaði alltaf glæra regnhlíf. AFP
Í fallegum bleikum mynstruðum kjól í júní árið 2008, ásamt …
Í fallegum bleikum mynstruðum kjól í júní árið 2008, ásamt George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. AFP
Í rauðu á jólunum 2019.
Í rauðu á jólunum 2019. AFP
Elísabet ásamt Önnu Wintour, ritstjóra Vogue, á tískusýningu í London …
Elísabet ásamt Önnu Wintour, ritstjóra Vogue, á tískusýningu í London árið 2018. AFP
Elísabet valdi grænt í Íslandsheimsókn sinni árið 1990. Hér er …
Elísabet valdi grænt í Íslandsheimsókn sinni árið 1990. Hér er hún með Vigdísi Finnbogadóttur, sem valdi gult fyrir sama tilefni. Rax / Ragnar Axelsson
Á krýningarafmæli sínu í júní 2022. Þá valdi drottningin aftur …
Á krýningarafmæli sínu í júní 2022. Þá valdi drottningin aftur grænt. AFP
mbl.is