Æpandi litir í stað nektar

Leikkonan Jodie Turner-Smith var flott í bláu á rauða dreglinum.
Leikkonan Jodie Turner-Smith var flott í bláu á rauða dreglinum. AFP

Netabrjóstahaldarar og aðrar efnislitlar flíkur eru á undanhaldi á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í ár. Stjörnurnar klæðast frekar áberandi litum til þess að vekja athygli. Einlit föt eru að slá í gegn og einfaldar litapallettur. 

Ítalska fyrirsætan Valentina Corvino var fáklædd miðað við aðrar stjörnur …
Ítalska fyrirsætan Valentina Corvino var fáklædd miðað við aðrar stjörnur í Feneyjum. AFP

Einn af heitustu litunum í Feneyjum í ár er grænn. Leikkonan og leikstjórinn Olivia Wilde klæddist til að mynda afar grænni dragt frá Chanel. Ítalska leikkonan Emanuela Fanelli valdi líka grænt frá toppi til táar á frumsýningu á hátíðinni. 

Græni liturinn fór Oliviu Wilde vel í bátnum.
Græni liturinn fór Oliviu Wilde vel í bátnum. AFP
Ítalska leikkonan Emanuela Fanelli var afslöppuð í grænu.
Ítalska leikkonan Emanuela Fanelli var afslöppuð í grænu. AFP

Bandaríska leikkonan Tessa Thompson tók síðan græna litinn í allt aðrar hæðir þegar hún klæddist í galakjól frá Marc Jacobs. Kjóllinn minnti einna helst á skúlptur

Leikkonan Tessa Thompson stal senunni.
Leikkonan Tessa Thompson stal senunni. AFP

Hér fyrir neðan má sjá fleiri litríkar stjörnur í Feneyjum. 

Olivia Wilde í gulu.
Olivia Wilde í gulu. AFP
Leikkonan Tilda Swinton í fjólubláu með gult ár.
Leikkonan Tilda Swinton í fjólubláu með gult ár. AFP
Leikkonan Vanessa Kirby var í eldrauðu.
Leikkonan Vanessa Kirby var í eldrauðu. AFP
Leikstjórinn Alice Diop var töff í bleiku.
Leikstjórinn Alice Diop var töff í bleiku. AFP
Penelope Cruz í hvítu.
Penelope Cruz í hvítu. AFP
Leikkonan Phoebe Waller-Bridge var í flottri pallettu.
Leikkonan Phoebe Waller-Bridge var í flottri pallettu. AFP
mbl.is
Loka